Náttúrulaugar – Giljaböð Húsafelli
Grein/Linkur: Giljaböðin talin ein þau bestu
Höfundur: Morgunblaðið
.
.
Febrúar 2022
Giljaböðin talin ein þau bestu
Giljaböðin í Húsafelli eru á lista ferðaskrifstofunnar Culture Trip yfir það besta sem hægt er að upplifa á ferðalögum árið 2022. Mælt er með því að heimsækja böðin að kvöldi til yfir veturinn því þá sé mögulega hægt að sjá norðurljósin.
„Þessi nokkuð óþekkti staður opnaði nýverið og eru öll innviði sjálfbær og byggja á menningararfleifð staðarins eins og best er á kosið. Slakaðu á í notalegu vatninu og taktu inn hið magnaða útsýni í leiðinni,“ segir um Giljaböðin.
Giljaböðin við Húsafell opnuðu fyrir fáeinum árum og hafa á skömmum tíma orðið gríðarlega vinsæl. Um er að ræða manngerðar laugar með náttúrustein úr nágrenninu og í þær er síðan veitt heitt vatn. Skipulagðar ferðir eru farnar frá Húsafelli.