Rússneskar gasleiðslur Evrópu – Verð fjórfaldast 2021

Grein/Linkur:  Verð á rússnesku gasi hefur fjórfaldast á árinu

Höfundur: Ævar Örn Jósepsson RUV

Heimild: 

.

Mynd – eastwatch.eu 12.02.2022 SMELLA Á MYND TIL AÐ STÆKKA

.

Desember 2021

Verð á rússnesku gasi hefur fjórfaldast á árinu

Verð á rússnesku jarðgasi hefur margfaldsast í ríkjum Evrópusambandsins á árinu sem nú er að ljúka og hefur aldrei verið hærra en nú. Rússar kenna skammtímasamningum og óvissu um Nord Stream 2 gasleiðsluna um. Í byrjun þessarar viku náði gasverðið hæstu hæðum og hafði áttfaldast frá því sem það var í janúar á þessu ári. Í gærkvöld lækkaði verðið mikið en var engu að síður enn fjórum sinnum hærra en í ársbyrjun, samkvæmt frétt Reuters.

Verðhækkanirnar hafa haldist í hendur við vaxandi spennu í samskiptum Rússa við Úkraínu og Evrópusambandið vegna liðssöfnunar Rússa við úkraínsku landamærin.

Pólitík eða viðskipti?

Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom hefur einkarétt á gasútflutningi til Evrópu og flytur gasið þangað um leiðslur sem liggja í gegnum Pólland og Úkraínu. Stjórnvöld í Úkraínu segja Rússa hafa dregið mjög úr gasútflutningi að undanförnu.

„Það, að minnka framboðið á gasi til Evrópusambandsins þegar verðið er komið í 2.000 Bandaríkjadali [fyrir þúsund rúmmetra] sýnir að þetta er ekki gert á viðskiptalegum forsendum heldur er þetta hrein pólitík sem er ætlað að knýja Evrópusambandið til að taka Nord Stream í notkun á forsendum Rússa,“ skrifar yfirmaður úkraínska gasflutningakerfisins á Facebook.

Alexander Novak, aðtoðarforsætisráðherra Rússlands, vísar þessu á bug og segir ástæðurnar einkum tvær: Tregðu Þjóðverja til að lýsa því afdráttarlaust yfir að Nord Stream 2 gasleiðslan verði að veruleika og tregðu Evrópuríkja til að gera langtímasamninga um gaskaupin. „Lönd sem gera langtímasamninga um gaskaup fá gasið á mun lægra verði,“ segir ráðherrann. Nord Stream 2 hefur verið tilbúin til notkunar síðan í október

.

epa08748017 Valves of the Nord Stream 2 pipeline landfall facility during a visit of Mecklenburg-Western Pomerania State Premier Manuela Schwesig (not in the picture) to the industrial port and the landfall facility of the joint German-Russian pipeline project Nord Stream 2, in Lubmin, Germany, 15 October 2020. The politically controversial pipeline project was put into question in response to the alleged poisoning of Kreml critic Alexei Navalny. Schwesig wants to save the gas pipeline that she regards an important infrastructure project.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN

Mynd: epa

Fleira áhugavert: