Rússneskar gasleiðslur Evrópu – Verð fjórfaldast 2021
Grein/Linkur: Verð á rússnesku gasi hefur fjórfaldast á árinu
Höfundur: Ævar Örn Jósepsson RUV
.
.
Desember 2021
Verð á rússnesku gasi hefur fjórfaldast á árinu
Verðhækkanirnar hafa haldist í hendur við vaxandi spennu í samskiptum Rússa við Úkraínu og Evrópusambandið vegna liðssöfnunar Rússa við úkraínsku landamærin.
Pólitík eða viðskipti?
Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom hefur einkarétt á gasútflutningi til Evrópu og flytur gasið þangað um leiðslur sem liggja í gegnum Pólland og Úkraínu. Stjórnvöld í Úkraínu segja Rússa hafa dregið mjög úr gasútflutningi að undanförnu.
„Það, að minnka framboðið á gasi til Evrópusambandsins þegar verðið er komið í 2.000 Bandaríkjadali [fyrir þúsund rúmmetra] sýnir að þetta er ekki gert á viðskiptalegum forsendum heldur er þetta hrein pólitík sem er ætlað að knýja Evrópusambandið til að taka Nord Stream í notkun á forsendum Rússa,“ skrifar yfirmaður úkraínska gasflutningakerfisins á Facebook.
Alexander Novak, aðtoðarforsætisráðherra Rússlands, vísar þessu á bug og segir ástæðurnar einkum tvær: Tregðu Þjóðverja til að lýsa því afdráttarlaust yfir að Nord Stream 2 gasleiðslan verði að veruleika og tregðu Evrópuríkja til að gera langtímasamninga um gaskaupin. „Lönd sem gera langtímasamninga um gaskaup fá gasið á mun lægra verði,“ segir ráðherrann. Nord Stream 2 hefur verið tilbúin til notkunar síðan í október
.