Kína, orkusamningar – Venesúela, Íran, Súdan

Grein/Linkur:  Samkomulag um orkumál milli Kína og Venesúela

Höfundur: Viðskiptablaðið

Heimild:

.

.

Maí 2008

Samkomulag um orkumál milli Kína og Venesúela

Venesúela og Kína hafa gert með sér samkomulag um að fyrrnefnda landið útvegi hinu síðara 400,000 olíutunnum á dag fyrir nýja olíuhreinsistöð sem er fyrirhuguð í Kína. Bloomberg segir frá þessu maí 2008..

Samkomulagið er formlega milli fyrirtækjanna Petroleos de Venezuela SA og China National Petroleum Corp, sem eru bæði ríkisrekin. Kína, hvar hagvöxtur er mestur í heimi í dag, vinnur nú að gerð langtímasamninga til að tryggja orkuþörf sína sem fer sífellt vaxandi. Talið er að olíunotkun muni aukast um 5.3% í Kína í ár.

Pedro Benitez, prófessor í stjórnmálahagfræði í Venesúela, segir í samtali við Bloomberg segir að með þessum samningi séu ríkin ekki aðeins að hagnast fjárhagslega, heldur sé verið að mynda opinbert samband milli þeirra.

Kína er með sambærilega samninga við Íran og Súdan.

Fleira áhugavert: