Skolp – Nánast drykkjarhæft

Grein/Linkur:  Skolpið verður drykkjarhæft

Höfundur: Gísli Einarsson RÚV

Heimild:

.

Smella á mynd til að sjá umfjöllun

.

Nóvember 2021

Skolpið verður drykkjarhæft

Þetta er einna stærsta verkefnið hérna í Skaftafelli, nýtt fráveituverkefni sem tekur við öllu skólpi hérna í Skaftafelli og hreinsar það,“ segir Gunnlaugur Róertsson, mannvirkja og gæðafulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs.

„Við erum að hreinsa seiruna til að geta nýtt hana til uppgræðslu hér á svæðinu. Þetta er náttúrulega viðkvæmt svæði og hér er mikil umferð. Hingað koma kannski tíu rútur í einu og fólk þarf að gera þarfir sínar, mikill mannfjöldi á stuttum tíma, þessvegna þarf fráveitan að vera eins öflug og eins góð og hægt er. Þegar skolpið er búið að fara alla leið í gegn þá er vatnið orðið nánast drykkjarhæft,“ segir Gunnlaugur.

Fráveituframkvæmdirnar í Skaftafelli eru aðeins hluti af miklum framkvæmdum í Vatnajöklusþjóðgarði þessi misserin. Alls er verið að framkvæma þar fyrir vel á annan milljarð á tveggja ára tímabili. Þar á meðal er bygging nýrrar gestastofu á Kirkjubæjarklaustri, gerð bílastæða við Jökulsárlón, og fleira.

Fleira áhugavert: