Sæstrengur – Nýtir hreina orku

Grein/Linkur: Sæstrengur góð leið til að nýta hreina orku

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild:

.

Október 2021

Sæstrengur góð leið til að nýta hreina orku

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Íslands og for­svarsmaður þings­ins Hring­borðs norður­slóða, virðist hrif­inn af hug­mynd­inni um að leggja sæ­streng.

Hann seg­ir merki­legt að ráðherra græn­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi lýst því af­drátt­ar­laust yfir að stefna nýju rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri að nýta hinar ríku­legu auðlind­ir Græn­lands varðandi vatns­afl og hreina orku en ein leið til þess væri að leggja sæ­streng til Evr­ópu.

„Staðreynd­in er sú að ef horft er til Græn­lands, Íslands, Fær­eyja, Nor­egs og Skot­lands, þá eru þessi ríki á norður­slóðum, öll ríki sem hafa náð ótrú­leg­um ár­angri á sviði hreinn­ar orku. Það er auðvitað ástæðan fyr­ir því að Nor­eg­ur er að selja hreina orku með sæ­streng, bæði til Bret­lands, Hol­lands og Þýska­lands,“ seg­ir Ólaf­ur. Mik­il­vægt sé að Íslend­ing­ar átti sig á tæki­fær­um sem fel­ast í sam­starfi við ná­granna­ríkið Græn­land.

Fleira áhugavert: