Raforka – Framleidd úr tárum

Grein/Linkur: Raforka framleidd úr tárum

Höfundur: Stefán Gíslason

Heimild:

.

.

Október 2017

Raforka framleidd úr tárum

sindamenn við háskólann í Hlymreki á Írlandi (University of Limerick) hafa komist að því að hægt er að framleiða raforku úr lýsósímkristöllum, en lýsósím er prótein sem m.a. er að finna í tárum, munnvatni, mjólk og eggjahvítu. Kristallarnir búa yfir hæfileika til að breyta hreyfiorku í raforku, og öfugt, sem þýðir m.a. að þeir gefa frá sér rafstraum undir þrýstingi. Þeir eru með öðrum orðum svonefndir þrýstirafkristallar (e. piezoelectric crystals). Kvars og fleiri efni hafa þennan sama eiginleika, sem þegar er notaður í titrara í farsímum o.fl. Lýsósím hefur hins vegar þann kost umfram önnur efni með þessa eiginleika að vera af líffræðilegum uppruna og laust við eituráhrif.
(Sjá frétt ENN 2. október).

Fleira áhugavert: