Fiskeldi Stað Grindarvík – Borað þrjár sjóholur

Grein/Linkur:  Samherji borar þrjár sjóholur í Grindavík

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild: 

.

Jarðbor­an­ir á svæðinu vegna gerð sjó­holu. Ljós­mynd/​Sam­herji

.

Apríl 2020

Samherji borar þrjár sjóholur í Grindavík

Fram­kvæmd­ir við stækk­un fisk­eld­is­stöðvar Sam­herja á Stað í Grinda­vík voru í april 2020 og voru boraðar þrjár nýj­ar sjó­hol­ur í hraun­inu við stöðina, að því er seg­ir á vef Sam­herja.

Þar seg­ir að um sé að ræða tölu­verða fjár­fest­ingu til að auka af­kasta­getu stöðvar­inn­ar og er það í takt við rekstr­ar­leyfið sem Mat­væla­stofn­un veitti stöðinni í des­em­ber, en það fól í sér heim­ild til 3.000 tonna seiða- og mat­fisk­eldi á laxi og bleikju. Var þetta stækk­un úr 1.600 tonn­um í fyrra leyfi. Auk þess er Sam­herji fisk­eldi ehf. með 1600 tonna leyfi að Vatns­leysu.

4.000 tonn þegar fram­kvæmd­um lýk­ur

Á Stað við Grinda­vík starf­ræk­ir Sam­herji bæði seiðastöð og áframeldi fyr­ir bleikju og eru sjó­hol­urn­ar gerðar í þeim til­gangi að tryggja bet­ur vatns­bú­skap­inn eft­ir stækk­an­ir síðustu ára og und­ir­búa næsta áfanga stækk­un­ar, að því er seg­ir á vef fyr­ir­tæk­is­ins. Gert er ráð fyr­ir að fisk­eldið á Suður­nesj­um muni geta fram­leitt tæp­lega 4.000 tonn af bleikju þegar fram­kvæmd­um lýk­ur, að sögn Hjalta Boga­son­ar, rekstr­ar­stjóra Sam­herja fisk­eld­is.

Hjalti Bogason, rekstrarstjóri Samherja fiskeldi ehf.

Hjalti Boga­son, rekstr­ar­stjóri Sam­herja fisk­eldi ehf. Ljós­mynd/​Sam­herji

Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um ljúki í júní og seg­ir á vef fyr­ir­tæk­is­ins að þær séu langt á veg komn­ar þrátt fyr­ir breyttu vinnu­lagi vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

„Þetta mun auka af­kasta­getu fisk­eld­is­stöðvar­inn­ar um­tals­vert en þetta er mikið vatns­magn sem við erum að dæla. Þegar fram­kvæmd­um lýk­ur mun stöðin geta dælt tveim­ur og hálf­um rúm­metra af vatni á sek­úndu,“ seg­ir Hjalti.

Stærsti fram­leiðand­inn á heimsvísu

Fram kem­ur að kviðpoka­seiði eru flutt í seiðastöðina frá klak­stöð fyr­ir­tæk­is­ins að Núp­um í Ölfusi. Seiðin eru síðan alin í seiðastöðinni í 10 til 12 mánuði eða þangað til þau hafa náð 100 grömm­um að stærð. Þá eru þau flutt úr seiðastöðinni yfir í áframeldið sem er ut­an­dyra í ker­um á landi. Þegar fisk­ur nær til­skil­inni stærð er hann svo flutt­ur lif­andi í sér­út­bún­um tankbíl­um til slátr­un­ar og vinnslu í Sand­gerði.

Sam­herji fisk­eldi er stærsti fram­leiðandi bleikju í heim­in­um með um 3.800 tonn ár­lega en það er tæp­lega helm­ing­ur allr­ar eld­is­bleikju sem er fram­leidd á heimsvísu.

Fleira áhugavert: