Jökulfall, Hvítá – Friðlýst, engin orkuvinnsla
Grein/Linkur: Friðlýsti vatnasvið Jökulfalls og Hvítár gegn orkuvinnslu
Höfundur: Morgunblaðið
.
.
September 2021
Friðlýsti vatnasvið Jökulfalls og Hvítár gegn orkuvinnslu
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu gegn orkuvinnslu í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun.
Jökulárnar Jökulfall og Hvítá eiga upptök sín á miðhálendi Íslands. Jökulfallið myndast við sameiningu nokkurra kvísla úr Hofsjökli og Hvítá, þriðja lengsta á landsins, rennur úr Hvítárvatni við Langjökul.
Vatnasvið beggja ánna óraskað
Árnar sameinast svo rétt ofan við Gullfoss og óbeislaðar veita þær fossinum kraft sinn. Vatnasvið beggja ánna er óraskað, auk þess sem landsvæðið býr yfir lítt röskuðu votlendi og óbyggðum víðernum.
Verndarsvæðið er 1544 km² að stærð, en friðlýsingin nær til alls vatnasviðs Jökulfalls, þar sem Gýgjarfossvirkjun var fyrirhuguð, og Hvítár ofan stíflumannvirkja, áður fyrirhugaðrar Bláfellsvirkjunar, og meginfarvegs Hvítár að efstu mörkum fyrirhugaðs lóns Búðartunguvirkjunar eins og hún er kynnt í 3. áfanga rammaáætlunar.