Ölduvirkjun – Ostran 2,5 MW

Grein/Linkur:  Hafið bláa

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

.

Hafið bláa

Sailing2

Sailing

Fyrir all mörgum árum kynntist ég siglingum. Og viti menn – ég snarféll fyrir þessari frábæru íþrótt og útiveru. Þó svo ég sé alger aumingi á sjó (hlægilega sjóveikur!). En reyndar er það svo, að einmitt þess vegna henta siglingar mér prýðilega – því sjóveikin er víðs fjarri meðan ekki er farið „undir þilfar“.

En ég er hræddur um að draumurinn um langsiglingar í Suðurhöfum – í anda Kríunnar og hinnar frábæru vinkonu minnar hennar Unnar Jökulsdóttur – rætist því miður aldrei. Ég finn til ógleði, bara við tilhugsunina að vera ofaní káetu!

Reyndar varð siglingaáhuginn til þess að ég var, ásamt fleirum, einu sinni nærri búinn að kaupa eitt fremsta skútufyrirtæki í Skandinavíu. Ef ég man rétt hljóðaði tilboðið upp á u.þ.b. 50 milljón evrur. Á tímabili var þekktur íslenskur fjárfestir inní þessu dæmi. En guggnaði á þessu, svo við neyddumst til að leita annað. En því miður – eða kannski til allrar hamingju – vorum við yfirboðnir. Líklegt er að þessi starfsemi hafi átt afskaplega erfitt síðasta árið. En það hefði samt verið stuð.

En nú ætlar Orkubloggið að kíkja undir skúturnar. Og ofaní öldurnar. Og segja frá hreint magnaðri ölduvirkjanatækni, sem bloggið hefur ekki áður greint frá.

wave_oyster

wave_oyster

Í dag ætlar Orkublogguð að beina sjónum að skoska fyrirtækinu Aquamarine Power. Og hinu magnaða tæki þeirra, sem kallað er Ostran (the Oyster).

Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar, er þetta eins konar samloka sem stendur á hafsbotninum nálægt landi (á um 10 m dýpi). Hæðin er um 12 m og breiddin um 18 m. Og tæknin felst í því að hreyfing hafsins hreyfir vængina eða flapsana fram og til baka. Þessi hreyfing knýr eins konar pumpu sem pumpar sjó af afli inn í rör. Rörið liggur frá tækinu og í land. Þangað kemur bunan af miklu afli og knýr túrbínu.

Wave_Oyster_3

Wave_Oyster_

Framleiðandinn fullyrðir að þetta sé áreiðanlegt og viðhaldslítið apparat. Hvert þeirra á að geta framleitt um 2,5 MW og heppileg heildarstærð svona orkuvers er talin vera ca. 25 MW. Sem gera u.þ.b. 10 tæki. Kannski upplagt að setja svona niður utan við Seltjarnarnes?

Til stóð að reyna þessa tækni nú í sumar við Orkneyjar. Því miður verður Orkubloggið að lúta í gras og viðurkenna að bloggið hefur ekki fengið staðfestingu á því að byrjað sé að láta reyna á prótótýpuna. En það var a.m.k. verið á fullu að smíða þetta snilldar apparat í vetur. Ölduorkufyrirtækin fullyrða að þessi tegund orku muni í framtíðinni skila allt að 10% af allri rafmagnsframleiðslu i heiminum. Þar er ansið langt í land. En alltaf gott að vera bjartsýnn.

wave_oyster_2

wave_oyster

Breska fjárfestingafyrirtækið Sigma Capital setti 1,5 milljón bresk pund í þetta öldurót og „ostruævintýri“ í fyrra. Þar kemur til sjóður þeirra Sigma-manna, sem fjárfestir í endurnýjanlegri orku. Alltaf gaman þegar flott venture er tilbúið í svoleiðis. Rétt eins og allir áhættufjárfestarnir íslensku. Geisp

Fleira áhugavert: