Fráveitur – Hvað er ítarleg hreinsun?
Grein/Linkur: Ítarleg hreinsun
Höfundur: Umhverfisstofnum
.
Ítarleg hreinsun
Þar sem þéttbýli eru staðsett á vatnasviði viðkvæmra svæða og fráveituvatn getur valdið mengun á svæðinu skal fara fram frekari hreinsun en tveggja þrepa. Einnig ef viðtaki nýtur sérstakrar verndar vegna nytja af ýmsu tagi, lífríkis, jarðmyndana eða útivistar, auk annarra sérstakra vatnsverndunarsvæða, sbr. II. viðauka A lið. Umhverfisstofnun má setja mismunandi kröfur til skólphreinsistöðva á sama vatnasvæðinu ef markmiði um 75% heildarlækkun á köfnunarefni og fosfór er náð. Hér má nefna vatnasvið Mývatns sem dæmi.
Hreinsunarkröfur
Frekari hreinsun á fráveituvatni er þegar, til viðbótar við tveggja þrepa hreinsun (lækkun á BOD5 og svifögnum) er gerð krafa um lækkun á heildarstyrk fosfórs og köfnunarefnis. Frekari hreinsun getur einnig átt við hreinsun sýkla eða annarra mengunarefna s.s. lyfjaleifa og örplasts.
Hreinsun á fráveituvatni í samræmi við frekari hreinsun skal uppfylla kröfur í 1. viðauka, B- hluta og 2. töflu í reglugerð um fráveitur og skólp.
Tafla 2. í reglugerð 798/1999. Losunarmörk fyrir skólp frá skólphreinsistöðvum fyrir þéttbýli til viðkvæmra svæða.
Færibreytur |
Styrkur |
Lágmarkslækkun miðað við hundraðshluta |
Heildarstyrkur fosfórs |
2 mg/l P (10.000 – 100.000 p.e.) 1 mg/l P (meira en 100.000 p.e. |
80 |
Heildarstyrkur köfnunarefnis |
15 mg/l N (10.000 – 100.000 p.e.) 10 mg/l N (meira en 100.000 p.e. |
70- 80 |
Fylgiskjal 4 í reglugerð 798/1999. Losunarmörk sem gilda um hreinsun skólps frá svæðum utan þéttbýlis á viðkvæmum svæðum.
Færibreytur |
Styrkur |
Lágmarkslækkun miðað við hundraðshluta |
Heildarstyrkur fosfórs |
2 mg/l P frá og með 50 p.e. |
80 |
Heildarstyrkur köfnunarefnis |
15 mg/l N frá og með 50 p.e. |
70- 80 |