Há­tækn­isal­erni – 2,3 milljarðar

Grein/Linkur:  2,3 milljarða salerni á braut um jörðu

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild: 

.

Salernið nýja og tæknivædda sem NASA ætlar að skjóta til geimstöðvarinnar ISS

.

Nóvember 2020

2,3 milljarða salerni á braut um jörðu

Banda­ríska geim­ferðamiðstöðin NASA skýt­ur senn nýju há­tækn­isal­erni til alþjóðlegu geim­stöðvar­inn­ar, ISS, til próf­ana og lokaþró­un­ar. Áformað er að það verði brúkað í ferðum til tungls­ins í framtíðinni.

Kostnaður við kló­settið er áætlaður 23 millj­ón­ir doll­ara, jafn­v­irði 3,2 millj­arða ís­lenskra króna.

Er há­tæknitól þetta sagt soga úr­gang úr lík­ama þess er hyggst hægja sér á því. Seg­ir NASA að  sog­kerfi sal­ern­is­ins hafi verið hannað með þæg­indi kvenna í huga, ólíkt því sem áður hefði verið.

Áætlað var að skjóta sal­ern­inu á loft í vöruf­laug frá Wallops­eyju í Virg­in­íu­ríki í gær. Vegna tækni­vanda­mála var hætt við skotið aðeins þrem­ur mín­út­um fyr­ir áformaða himna­för. Gera átti  nýja til­raun í nótt að staðar­tíma ef tak­ast mætti að ráða bót á vand­an­um ótil­greinda sem kom í veg frir geim­skot í gær.

Salernið nýja eins órómantískt og hugsast getur.

Salernið nýja eins órómantískt og hugsast getur. Ljós­mynd/​NASA

.

Antares flaug skotið á loft frá Wallopseyju.

Antares flaug skotið á loft frá Wallopseyju

Fleira áhugavert: