Frárennslislagnir, plast – Festingar og stýringar

Grein/Linkur: Frárennslislagnir úr plasti og festingar

Höfundur: Sveinn Áki Sverrisson

Heimild: LAFI1

.

Festingar1

2015 Janúar

Sveinn Áki Sverrisson

Sveinn Áki Sverrisson

Frárennslislagnir úr plasti og festingar

Inngangur

Sá sem leggur frárennslislagnir verður að afla sér upplýsinga um þau fyrirmæli framleiðanda um festingar. Lagnir úr plasti sem flytja heitt og kalt vatn þenjast og dragast saman og þurfa festingar sem halda pípu uppi og tryggja eðlilega hreyfingu.

Festur og stýringar

Orðið festing er samheiti yfir tvær gerðir pípufestinga sem við getum kallað festur og stýringar. Festur eru festingar sem hafa það hlutverk að halda pípunni fastri og koma í veg fyrir hreyfingu en stýringar aftur á móti leyfir pípunni að hreyfast í ákveðna átt. Algengasta gerð stýringa og festu er festibaulur með gúmmí innleggi. Mynd sýnir algenga gerð festinga fyrir plastlagnir. Myndin er af stýringu en þegar milli leggið (rauða stykkið) er tekið burt er hægt að herða festingu að pípu og mynda festu.

Hvar á að setja festur og stýringar ?

Fyrir frárennslislagnir með hólkskeytum (múffum) skal setja festur á hólkskeyti eða við það. Þar má pípa ekki hreyfast en stýringu skal setja á pípuna sjálfa sem gengur inn í samsetninguna þegar hún hitnar og þenst og dregst til baka þegar hún kólnar. Pípulagningar maður þarf að muna að draga pípu 10mm til baka eftir að hólkskeyti hefur verið botnað til þess að pípa hafi möguleika á að þenjast. Fjarlæg á milli festa og stýring er mest 2 m. Í plötuskilum skal pípa vera laus frá steypu og ganga frítt í hugsanlegum brunahólkum eða vatns- og hljóðþéttingum. Í götum getur verið hólkur (slífar) með þéttikraga fyrir gólfefni.

Fleira áhugavert: