Rafbílavæðing London – Þarf 2 kjarnorkuver

Heimild: 

 

Mars 2017

Í skýrslu sem tek­in hef­ur verið sam­an fyr­ir sam­göngu­stofu Lund­úna­borg­ar (Tfl) kem­ur fram að skiptu all­ir Bret­ar yfir á raf­bíl þyrfti 20 kjarn­orku­ver til að ráða við eft­ir­spurn­ina eft­ir raf­orku.

Með öðrum orðum réði orku­kerfið ekki við vand­ann ef all­ir keyptu sér raf­bíl, að sögn blaðsins The Times. Tfl komst að því að fimm­falda orku jarðlesta­kerf­is London þyrfti til að hlaða raf­geyma ef all­ir íbú­ar London á þeim aldri sem fólk kaup­ir sér bíl á keyptu sér Nis­s­an Leaf, Tesla Model S eða álíka bíla.

Jafn­gilda út­reikn­ing­ar því að tveggja nýrra kjarn­orku­vera væri þörf til að sjá 2,5 millj­óna flota raf­bíla Lund­úna­búa fyr­ir raf­magni. Væri sá floti um tí­und allra bíla í Bretlandi en um 25 millj­ón­ir bíla er að staðaldri að finna í um­ferðinni þar í landi.

Ljóst er að þörf­ina fyr­ir brýna fjölg­un kjarn­orku­vera verður ekki að finna í bráð, að sögn sér­fræðinga. Bret­ar eru ekki við það að stökkva til og kaupa raf­bíla í marg­falt meira mæli en hingað til. Þótt sal­an yk­ist veru­lega milli ára bætt­ust aðeins um 35.000 nýir raf­bíl­ar við flota lands­manna árið 2016. Skerf­ur þeirra í heild­ar ný­skrán­ing­um var ein­ung­is um 1,3%. Þótt aukn­ing­in frá 2015 hafi numið 12,1% munu með sömu aukn­ingu milli ára líða að minnsta kosti tíu ár þar til raf­magnið tek­ur fram úr bens­íni og dísil sem orku­gjafi nýrra bíla.

Þeir, sem stend­ur stugg­ur af fjölg­un kjarn­orku­vera, geta huggað sig við það að þegar vanda­mál sem byggj­ast á til­gát­um eiga að ríða yfir hef­ur vís­ind­um og verk­tækni fleygt nógu mikið fram til að leysa vand­ann áður. Þannig var það til dæm­is að fyr­ir 120 árum blöskraði blaðinu The Times svo hrossatað á göt­um Lund­úna, að það spáði því að með sama áfram­haldi yrðu stræti borg­ar­inn­ar graf­in und­ir þriggja metra þykku taðlagi um það bil hálfri öld seinna, eða kring­um 1940. Upp­götv­un bíls­ins er að þakka að þarf­asti þjónn­inn vék sem sam­göngu­tæki og aldrei hrúgaðist taðið því upp að heitið gat.

Fleira áhugavert: