Iðnskólinn HF – Sameinaðist Tækniskólanum

Grein/Linkur:  Iðnskólinn formlega undir Tækniskólann

Höfundur: Þórdís Arnljótsdóttir

Heimild:

.

Iðnskólinn formlega undir Tækniskólann

Þótt Iðnskólinn í Hafnarfirði hafi verið lagður niður verður starfsemi áfram í húsnæðinu og nánast óbreytt Mynd: RÚV

.

Ágúst 2015

Iðnskólinn formlega undir Tækniskólann

Fyrsti formlegi starfsdagur sameinaðs Tækniskólans og Iðnskólans í Hafnarfirði undir nafni Tækniskólans var í dag. Jón B. Stefánsson skólameistari segir starfsemi verða nánast óbreytta í vetur og að starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafi verið ráðnir í Tækniskólann.

Jón B. Stef­áns­son. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

„Nemendur munu ekkert sjá miklar breytingar í byrjun. Það er svona gert ráð fyrir að kennsla í Hafnarfirði verði að mestu með svipuðu sniði og verið hefur. Það verða kannski einhverjar breytingar og þá út af hópastærðum sem þarf að stilla til. Hins vegar verða auðvitað breytingar þegar svona tveir skólar koma saman og það mun taka tíma að koma þeim breytingum á framfæri.“, segir Jón. B. Stefánsson skólameistari.

Tækniskólinn er langfjölmennasti framhaldsskóli landsins með 2200 nemendur í dagskóla og plássi fyrir um 500 nemendur í dreifnámi og fleiru. Skipulagi skólans var breytt fyrr á árinu og er honum nú skipt í átta undirskóla. Grunnnám verður bæði kennt í Reykjavík og Hafnarfirði. Í framtíðinni verður sérhæfing meiri á efri stigum námsins.

„Það er ekki hugmyndin að draga neitt úr í Hafnarfirði, frekar að auka við, meðal annars þá byrjum við með tölvunám í Hafnarfirði, sem hefur ekki verið þar áður.“

Þegar tilkynnt var í lok apríl að Iðnskólinn í Hafnarfirði yrði lagður niður urðu kennarar þar uggandi um stöðu sína og réttindi enda Iðnskólinn ríkisrekinn en Tækniskólinn einkarekinn. Þá töldu bæjaryfirvöld ólöglega staðið að ákvörðuninni.

„Við buðum öllum starfsmönnum vinnu og nánast allir, ef ekki bara allir, hafa þegið boð um vinnu. Það verður þá engin breyting á því og þeir í rauninni bara fá launaseðil frá okkur í staðinn fyrir frá ríkinu áður.“

Fleira áhugavert: