Nýji Skerjafjörður – Land­fyll­ing, sjóvarn­argarður 276 M.kr.

Heimild:

.

September 2020

Til­laga að matsáætl­un fyr­ir land­fyll­ingu í Nýja Skerjaf­irði kynnt

Reykja­vík­ur­borg hef­ur lagt fram til­lögu að matsáætl­un vegna mats á um­hverf­isáhrif­um land­fyll­ing­ar í Nýja Skerjaf­irði, en þar er áformað að komi 4,3 hekt­ara land­fyll­ing og sjóvarn­argarður fyr­ir nýja byggð í Skerjaf­irði, vest­an við Reykja­vík­ur­flug­völl. Matsáætl­un­in var birt á vef Skipu­lags­stofn­un­ar í dag.

Miðað er við að fyll­ing­in verði um 4,5 metr­ar á hæð og er gróf­leg­ur kostnaður við hana áætlaður um 224 millj­ón­ir og 52 millj­ón­ir í sjóvarn­argarð. Er áformað að hægt verði að auka bygg­ing­ar­magn um þrjú þúsund fer­metra á svæðinu vegna land­fyll­ing­ar­inn­ar.

Áður höfðu um­hverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur­borg­ar og Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur gefið út að æski­legt væri að gert yrði mat á um­hverf­isáhrif­um vegna fram­kvæmd­ar­inn­ar. Hægt verður að gera at­huga­semd­ir til 29. sept­em­ber.

Til­lag­an að matsáætl­un­inni er unn­in af Eflu, en þar kem­ur fram að nú­ver­andi strönd sé röskuð eft­ir ára­tuga starf­semi olíu­birðgarstöðvar við flug­völl­inn. Ljóst sé að nei­kvæð áhrif séu á strand­líf­ríki og nátt­úru.

Á svæðinu sem fyr­ir­hugað er að fylla upp í eru leir­ur sem njóta sér­stakr­ar vernd­ar sam­kvæmt lög­um um nátt­úru­vernd og þá er þar að finna klóþangsklung­ur sem hafa mjög hátt vernd­ar­gildi sam­kvæmt vist­gerðaflokk­un Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands. Þá megi gera ráð fryr­ir að fjöru­líf­ver­ur missi búsvæði sín og sam­hliða því missa fugl­ar leir­urn­ar sem þeir hafa nýtt sér til fæðuöfl­un­ar.

.

Fleira áhugavert: