Cli­meworks, samingur – Verk­smiðja fangar/fargar kol­díoxíð

Heimild:

.

Ágúst 2020

Fanga og farga 4.000 tonn­um af kol­díoxíði

Sviss­neska ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Cli­meworks, sem sér­hæf­ir sig í að fanga kol­díoxíð úr and­rúms­lofti, hef­ur skrifað und­ir samn­inga við Car­bfix og Orku nátt­úr­unn­ar sem leggja grunn að nýrri verk­smiðju við Jarðhitag­arð ON sem mun fanga 4.000 tonn af kol­díoxíði úr lofti ár­lega og farga með því að breyta því í stein.

Dr. Christoph Gebald og dr. Jan Wurzbacher, stofn­end­ur Cli­meworks. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að um sé að ræða mik­il­vægt skref í bar­átt­unni gegn hlýn­un jarðar, en í fyrsta sinn verða þess­ar brautryðjandi tækninýj­ung­ar sam­einaðar í verk­efni af þess­ari stærðargráðu.

Verk­efnið gæti haft úr­slita­áhrif við að ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins, en áfram­hald­andi þróun á þess­um tækni­lausn­um gæti haft veru­leg áhrif í bar­átt­unni gegn hlýn­un jarðar.

Samn­ing­ur­inn við ON fel­ur í sér að Cli­meworks muni byggja aðstöðu inn­an Jarðhitag­arðs Orku nátt­úr­unn­ar til að fanga kol­díoxíð úr and­rúms­lofti. Þetta verður gert með sérþróaðri tækni Cli­meworks, en ON mun tryggja stöðugt fram­boð af hita og end­ur­nýj­an­legri orku til að knýja tækni­búnaðinn áfram.

Samn­ing­ur­inn við Car­bfix trygg­ir ör­ugga förg­un á kol­díoxíði með því að binda hann var­an­lega í stein í iðrum jarðar. Basalt­hraunið á Íslandi hent­ar sér­lega vel í slíku ferli og veit­ir var­an­lega og nátt­úru­lega lausn við geymslu kolt­ví­sýr­ings.

Fleira áhugavert: