Esja Mógilsá – Salerni, stígur, brú, 40 M.kr
.
Maí 2020
Nýju salernishúsi hefur verið komið fyrir hjá Mógilsá, við upphaf vinsællar gönguleiðar á Esju. Næstu daga verður húsið tengt við lagnir og gengið frá umhverfi þess. Mögulegt verður að opna aðstöðuna almenningi í næsta mánuði
Þrjú salerni eru í nýja húsinu og er eitt þeirra sérsniðið fyrir fatlaða. Einnig er góð aðstaða fyrir þá sem hafa umsjón með húsunum. Rafmagn, sem og heitt og kalt vatn er lagt í húsið og fráveita verður í rotþró sem búið er að ganga frá. Húsið er innflutt einingahús. Hluti af verkinu er lagning stíga að því og gerð brúar yfir ána. Áætlaður kostnaður við verkið í heild er 35 – 40 milljónir króna