Minnkuð vatnstakan í Reykjavík/Mosfellsbæ – Aukin vatnstaka frá Hellisheiði/Nesjavöllum

Heimild:

.

Ágúst 2020

Heitavatnslokun á höfuðborgarsvæðinu 18. ágúst – 19. ágúst

Vegna tengingar nýrrar stofnlagnar hitaveitunnar við Árbæ, Ártúnsholt verður heitavatnslaust á hluta höfuðborgarsvæðisins frá klukkan 02:00 aðfaranótt 18. ágúst til klukkan 09:00 að morgni 19. ágúst.

Lokað verður fyrir heitt vatn í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti í Reykjavík.

Ábyrgari nýting auðlindarinnar

Ástæða lokunarinnar er að verið er fjölga heimilum sem fá heitt vatn frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Við það þarf að sækja minna af heitu vatni í borholur Veitna í Reykjavík og Mosfellsbæ. Með því er tryggt að þessi mikilvægu lághitasvæði nýtast íbúum höfuðborgarsvæðisins til langrar framtíðar.

Suðuræðin tekin úr rekstri

Til þess að mögulegt sé að gera umrædda breytingu þarf að tæma svokallaða Suðuræð, sem er ein af megin flutningsleiðunum á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu, og tengja við hina nýju stofnlögn. Suðuræðin flytur heitt vatn frá tönkum á Reynisvatnsheiði til efri hverfa höfuðborgarsvæðisins ásamt Hafnarfirði.

Veitur biðjast velvirðingar á þeim óhjákvæmilegu óþægindum sem þetta mun valda og biður fólk að hafa samband hafi það frekari spurningar.

Suðuræð er ein aðal­flutn­ings­leiðin á heitu vatni á höfuðborg­ar­svæðinu. Ljós­mynd/​Veit­ur

 

Spurt og svarað

Hvað mun lokunin vara lengi?

Framkvæmdin er mjög vel skipulögð og búið að liggja lengi yfir hverjum verkþætti. Lokunin mun standa í 30 klukkustundir gangi verkið samkvæmt áætlun. Frá klukkan 02:00 aðfaranótt þriðjudagsins 18. Ágúst til klukkan 09:00 miðvikudaginn 19.ágúst.

Eru líkur á að hún muni vara lengur en áætlað er?

Gerð hefur verið mjög nákvæm áætlun um verklag framkvæmdarinnar. Við teljum að tímaáætlunin muni standast en alltaf getur komið upp sú staða að vinnan tekur skemmri eða lengri tíma en gert var ráð fyrir.

Verður alveg heitavatnslaust?

Já, gera má ráð fyrir algeru heitavatnsleysi á lokunarsvæðinu á meðan á framkvæmd stendur.

Kemur heita vatnið strax á eftir að framkvæmdum lýkur?

Inni í áætluðum framkvæmdatíma, þ.e. 30 klst, er bæði sá tími sem tekur að tæma lögnina áður en hægt er að hefja tengivinnu, sem og sá tími er tekur að fylla hana að framkvæmd lokinni. Hinsvegar gæti svo farið að fullur þrýstingur verði ekki kominn á allsstaðar um leið.

Hversu margir verða án heita vatnsins?

Um 50 þúsund manns munu verða án heita vatnsins á meðan lokuninni stendur. Þar af eru um 29 þúsund í Hafnarfirði. Þetta er eitt stærsta rekstrarstopp Veitna en hefði getað snert mun fleiri. Reynt er eftir fremsta megni að halda ákveðnum svæðum opnum og reyna að lágmarka raskið eins og hægt er.

Hver er munurinn á virkjanavatni og vatni sem kemur úr borholum?

Vatn sem kemur úr borholum kemur af lághitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun framleiða síðan upp hitað grunnvatn. Mismunandi efnasamsetning er á þessum tveimur og það má ekki blanda þeim saman.

Þarf fólk að passa upp á ofna eða önnur tæki sem nota heitt vatn vegna lokunarinnar?

Uppfært 18.8.2020 klukkan 01:00

Ekki þarf að huga að hefðbundnum ofnakerfum þegar heitt vatn er tekið af en í kjölfar ábendingar er rétt að árétta að fólk hugi að öðrum tækjum sem taka inn á sig heitt vatn. Þetta getur átt við hringrásardælur sem stýra gólfhita en þau kerfi geta verið eins mismunandi og þau eru mörg. Reynsla okkar er sú að í fyrri heitavatnslokunum, sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina, hefur þetta ekki verið vandamál. Sé fólk í vafa um hvernig dælu það sé með sakar ekki að slökkva á kerfinu.

Mun fólk í Árbæ, Ártúnsholti og Sundahverfi finna fyrir einhverri breytingu?

Nei.

Þarf ég að gera eitthvað til að undirbúa mig?

Uppfært 18.8.2020 klukkan 01:00

Hafa alla glugga að sem mestu lokaða til að halda hitanum inni. 

Ekki þarf að huga að hefðbundnum ofnakerfum þegar heitt vatn er tekið af en í kjölfar ábendingar er rétt að árétta að fólk hugi að öðrum tækjum sem taka inn á sig heitt vatn. Þetta getur átt við hringrásardælur sem stýra gólfhita en þau kerfi geta verið eins mismunandi og þau eru mörg. Reynsla okkar er sú að í fyrri heitavatnslokunum, sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina, hefur þetta ekki verið vandamál. Sé fólk í vafa um hvernig dælu það sé með sakar ekki að slökkva á kerfinu.

Hvað á ég að gera ef verður tregt rennsli á heitu vatni eftir að hleypt verður á?

Þegar þrýstingur dettur niður og svo hleypt á aftur þá geta óhreinindi farið af stað. Getur verið að sían í blöndunartækjum hafi stíflast. Ef tregt á öllu húsinu þá mögulega stífluð inntakssía – Hafðu samband við okkur í síma 516-6000 og veldu tæknilega aðstoð.

Hvað á ég að gera ef kemur litað vatn úr krananum eftir að hleypt verður á?

Þegar þrýstingur dettur niður og svo hleypt á aftur þá geta óhreinindi farið af stað. Láta vatnið renna um stund og þá ætti þetta að hætta.

Það að verið sé að setja virkjanavatn til mín í stað vatns af lághitasvæði, er það að fara breyta einhverju fyrir lagnakerfið mitt?

Nei, þú finnur ekki fyrir neinum breytingum.

Það var sagt að yrði vatnslaust en það er enn vatn hjá mér, af hverju?

Það getur verið að sumsstaðar á birtu lokunarsvæði sé ekki algert hitaveituleysi. Erfitt er að spá fyrir nákvæmlega um áhrif svo stórra lokana sem þessa.

Hvers vegna er mikilvægt að koma stærra svæði á virkjanavatn?

Megintilgangurinn með þessari aðgerð er að tengja Árbæjaræðina inn á Suðuræðina sem verður þá meginflutningsleiðin inn á nýja dælistöð sem er að koma í Bæjarhálsi. Þetta er einnig spurning um að sýna ábyrgð í umgengni okkar við auðlindina sem við viljum og þjóni okkur til framtíðar. Við viljum hvíla borholurnar aðeins og safna vatni í þær.

Fleira áhugavert: