Verndun vatnsbóla – Fuglaflensa, heimildir

Heimild:

.

Smella á mynd til að sjá skýrslu

Febrúar 2019

Haf­steinn í kon­ungs­ríki him­brim­ans

Haf­steinn Björg­vins­son hef­ur unnið við vatns­ból­in í Heiðmörk frá 1984 og fylgst vel með dýra­líf­inu á svæðinu síðan. Hann hef­ur samið skýrsl­una „Fugl­ar og önn­ur dýr á vernd­ar­svæðum vatns­bóla Reykja­vík­ur“ á hverju ári frá 1998, þar af tvisvar eitt árið, og nú er 23. út­gáf­an kom­in út.

Í henni eru myndskreytt­ar upp­lýs­ing­ar með gröf­um um fugla og spen­dýr á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk og ná­grenni.

Upp­haf skýrsln­anna má rekja til þess að ótt­ast var að fuglaflensa væri á leiðinni til lands­ins und­ir lok liðinn­ar ald­ar. Haf­steinn seg­ir að hann og Loft­ur Reim­ar Giss­ur­ar­son, þá gæðastjóri Vatns­veitu Reykja­vík­ur, hafi ákveðið að út­búa skrá um dýra­lífið á svæðinu til þess að halda heim­ild­um til haga. „Fyrsta skýrsl­an kom út 1998 og síðan hef­ur þetta undið upp á sig,“ seg­ir Haf­steinn, sem er um­sjón­ar­maður Veitna á vatns­vernd­ar­svæðum Reykja­vík­ur.

Fleira áhugavert: