Mynd – wikipedia.org 1.06.201

„Sú ákvörðun breskra stjórnvalda að samþykkja byggingu Hinkley Point C markar endurkomu kjarnorku í Evrópu,“ sagði Jean-Bernard Lévy, forstjóri EDF, orkufyrirtækis í eigu franska ríkisins, sem stendur að byggingu kjarnorkuvers við Hinkley Point við strendur Somerset á Englandi, en bresk stjórnvöld samþykktu í gær byggingu kjarnorkuvers í landinu.

Bretar settu ákveðin skilyrði fyrir samþykki sínu sem miða að því að tryggja „mikilvægar og nýjar öryggisráðstafanir“ til að viðhalda þjóðaröryggi og koma þannig til móts við áhyggjur af hlutverki Kína í svo mikilli uppbyggingu í kjarnorkugeira Evrópu. Franska og kínverska ríkið fjármagna framkvæmdina, sem kostar um 18 milljarða punda.

Samkomulagið felur í sér að Bretar munu einnig eignast sérstakan hlut í kjarnorkuverum landsins til framtíðar og hafa stjórn á erlendri fjárfestingu í nauðsynlegum innviðum. Það tryggir að ekki verði hægt að selja stóra og þýðingarmikla eignarhluta í kjarnorkuverum án vitundar stjórnvalda eða samþykkis þeirra. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Mikil lyftistöng fyrir efnahagslífið

„Við höfum ákveðið að halda áfram með fyrsta nýja kjarnorkuverið í heila kynslóð,“ sagði viðskiptaráðherra Breta, Greg Clark, og lofaði jafnframt nýjum aðgerðum til að auka öryggi. Tilkynnti hann einnig að framkvæmdin myndi skapa 26.000 ný störf í landinu ásamt því að tryggja 7% af rafmagnsþörf landsins. „Þetta verður mikil lyftistöng fyrir efnahagslífið.“ Kjarnorkuverið verður ekki tekið í notkun fyrr en árið 2025.Samþykki Bretanna kemur tveimur mánuðum eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skipaði fyrir um endurskoðun samningsins um uppbyggingu kjarnorkuversins, sem gerður hafði verið í tíð forvera hennar, David Cameron. Helstu áhyggjur nýrra stjórnvalda lutu að því að Kína, sem á þriðjung í kjarnorkuverinu, léki svo stórt hlutverk í nauðsynlegri innviðauppbyggingu í landinu.

Kínverski fjárfestirinn í kjarnorkuverinu, CGN, sagðist í yfirlýsingu í gær vera mjög ánægður með ákvörðunina

Mynd – dailymail.co.uk 1.06.2021