Hrávara – Höfuðpaurar, náttúruauðlindir jarðar

Heimild:

.

Maí 2011

Höfuðpaurinn á hrávörumörkuðunum

glencore-gold.jpg

glencore-gold – SMELLA Á MYNDIR TIL AÐ STÆKKA

Þann 14. apríl s.l. (2011) birtist athyglisvert skjal á vefnum, sem sýnir í fyrsta sinn svart á hvítu að leynifélagið Glencore International er einn helsti hrávörukaupmaður heimsins.  Jafnvel stærri og umsvifameiri en við dauðlegir menn létum okkur dreyma um. Er þá sama hvort litið er til olíu, gulls, nikkels, kóbalts eða kopars – nú eða korns eða sykurs og ýmissa annarra landbúnaðarafurða.

Já – það allra mest æsandi í orku- og auðlindaveröldinni þessa dagana er skráning gullmyllunnar Glencore á hlutabréfamarkað og risastórt hlutbréfaútboðið sem þar er að bresta á. Hjá Glencore stefna menn nú að því að selja laufléttan fimmtungshlut í félaginu og afla þannig svona 10-15 milljarða USD til frekari fjárfestinga.

glencore-headoffice-swiss.jpg

glencore-headoffice-swiss

Fram til þessa hefur Glencore verið sem hulið þykkri þoku – falið augum umheimsins í sviplítilli skrifstofubyggingu í smábænum Baar í Sviss. Bærinn sá í Zug-kantónunni undarlegu minnir kannski mest á sifjaða skógivaxna útgáfu af Akureyri. En þarna í hlédrægum aðalstöðvum Glencore hefur yfirstjórn fyrirtækisins í áratugi hljóðlega skipulagt ævintýraleg hrávöruviðskipti fyrirtækisins um allan heim. Og það með þvílíkum árangri að aðrir í bransanum líta fyrirtækið öfundaraugum og gleðjast yfir þeim fáu skiptum sem Glencore hefur misstigið sig.

Glencore er þekkt fyrir þagmælsku. En vegna fyrirhugaðs hlutabréfaútboðs- og skráningar á markað hefur fyrirtækið nú í fyrsta sinn birt ýmsar lykiltölur, sem gefa til kynna ótrúlegt umfang fyrirtækisins. Þar kemur m.a. fram að um 50% af öllum heimsmarkaðsviðskiptum með kopar fara gegnum Glencore og 60% af zinki. Í heimsmarkaðsviðskiptum með blý er hlutfall Glencore 45% og í álinu er Glencore með rúmlega 20%. Hlutfall þeirra í súrálinu er ennþá hærra eða nálægt 40%. Í heimsmarkaðsviðskiptum með korn er Glencore með 10% hlut og má t.d, nefna að ekkert fyrirtæki er jafn stórtækt í viðskiptum með rússneskt hveiti eins og Glencore. Og þó svo einhverjum kunni að þykja 3% vera fremur lágt hlutfall, þá er það ekkert smáræði þegar um er að ræða öll  hráolíuviðskipti í veröldinni – en þetta er einmitt hlutur Glencore í hráolíunni. Myndarlegt.

glencore-grain-banner-2.jpg

glencore-grain-banner

Glencore International stundar vel að merkja ekki bara kaup og sölu á  þessum mikilvægu vörum, sem eru margar hverjar grundvöllur alls viðskiptalífsins og jafnvel lífsviðurværis manna. Fyrirtækið er nefnilega líka víða í hlutverki framleiðandans. Glencore er t.d. mjög umsvifamikið í námurekstri gegnum dótturfélög sín bæði í Afríku og S-Ameríku og hefur verið vaxandi á sviði akuryrkju.

Þetta risafyrirtæki hefur lengst af verið lítt þekkt, en hefur í gegnum tíðina hægt og hljótt malað eigendum sínum ofsafé. Þar fer nú fremstur í flokki forstjórinn og Suður-Afríkumaðurinn Ivan Glasenberg, sem ásamt nokkrum öðrum skósveinum gamla hrávörumeistarans Marc Rich verður meðal auðugustu manna heims nú þegar Glencore fer á hlutabréfamarkað.

glencore-marc-rich_king-of-oil-cover.jpg

glencore-marc-rich_king-of-oil-cover

Horfur eru á að skráningin verði bæði á hlutabréfamörkuðunum í London og Hong Kong (en ekki í New York!) og er fastlega búist við því að félagið verði samstundis meðal stærstu félaganna í umræddum kauphöllum. Hjá Glencore er stefnan að selja um 15-20% hlut í og að fyrir það fáist a.m.k. 10 milljarðar USD. Þetta er jafnvel nokkuð hógværara en verðmat fjármálastofnana, sem hafa slegið á að Glencore sé um 60 milljarða dollara virði og heyrst hafa tölur eins og 70 milljarðar og allt að 100 milljarðar USD!

Það er reyndar ekki hlaupið að því að verðmeta Glencore. Fyrirtækið er með margskonar tekjur og er bæði í hrávöruviðskiptum og framleiðslu. Þetta eru vel að merkja allt annars konar viðskipti en gerast í hrávörukauphöllunum. Glencore er ekki pappírstígur, heldur alvöru bisness. Það væri t.d. dæmigert fyrir Glencore að finna kaupanda sem er í stökustu vandræðum með að afla sér hráefnis, fylla ryðdall einhversstaðar í sóðalegri afrískri höfn af vörunni, hvort sem um er að ræða kopar eða korn, og sigla svo beinustu leið gegnum sjóræningjaslóðir með góssið til kaupandans. Áhættusamt en afar ábatasamt – þegar menn kunna tökin á þess háttar glæframennsku.

glencore-ceo-cob.jpg

glencore-ceo-cob.

Til að fá rökstuddan skynsamlegan verðmiða á Glencore hafa menn m.a. haft samanburð við hrávörurisann  Xstrata (sem Glencore á reyndar stóran hlut í) og hrávöruveldið Noble Group, en þau félög eru bæði á hlutabréfamarkaði. Niðurstaðan í slíkum samanburði núna, er að gefa Glencore verðmiða nálægt 50-60 milljörðum USD. En þetta er afar óvisst mat – það eina sem er augljóst er að þarna er mikill og stór gullkálfur á ferð. Skv. upplýsingum frá Glencore sjálfu hefur fyrirtækið að meðaltali skilað 38% ársávöxtun á eigið fé síðustu tíu árin. Tekjurnar á síðasta rekstrarári (2010) voru 145 milljarðar dollarar og EBITDA'n þá var rúmir 6 milljarðar dollara. Og vegna staðsetningar fyrirtækisins í lágskatta-kantóuninni alræmdu, greiðir Glencore nær enga skatta.

ivan-glasnberg-casual-1.jpg

ivan-glasnberg-casual

Það er til marks um geggjaða peningalyktina af Glencore að arðgreiðslurnar 2011 munu nema um 1 milljarði USD. Sú greiðsla skiptist á milli tæplega 500 hundruð eigenda fyrirtækisins, sem allir vinna þar innanhúss. Það gerir að meðaltali rúmar 220 milljónir ISK á kjaft eftir árið. Reyndar fá ekki allir jafnmikið og fær Glasenberg mest, enda stærsti hluthafinn. En you get the point þegar menn tala um að Glencore sé peningamaskína.

Því má hér bæta við, að sagt er að eignarhlutur Glasenberg's í Glencore sé að jafnvirði lítilla 9 milljarða USD! Á gengi dagsins í dag eru sú fjárhæð sama og sléttir 1.000 milljarðar ISK. Nánast upp á krónu! Fróðlegt að sjá hvað gerist ef Glasenberg sækir um íslenskan ríkisborgararétt. Þar fengjum við reyndar ekki bara alvöru auðjöfur – heldur líka vörpulegan íþróttamann. Því á yngri árum var Glasenberg keppnismaður í göngu og var einungis hársbreidd frá því að keppa á Ólympíuleikunum í LA 1984. Það klikkaði þegar S-Afríka var útilokuð frá leikunum vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda og klúðurs hjá ísraelska Ólympíusambandinu (gyðingurinn Glasenberg var þá kominn með tvöfaldan ríkisborgararétt).

glencore-mining.jpg

glencore-mining

En aftur að Glencore. Þarna er sem sagt á ferðinni fyrirtæki sem hefur reynst eigendum sínum sannkölluð gullmylla. Þess vegna kemur kannski ekki á óvart að þetta hlutabréfaútboð, sem nú er að bresta á, stefnir í að verða eitt það stærsta í sögu evrópskra hlutabréfamarkaða. En það vinna ekki allir; mörg fjármálastofnunin er nú með böggum Hildar yfir því að hafa ekki verið valin til verksins. Þeir heppnu eru taldir skipta á milli sín hátt í hálfum milljarði dollara fyrir umsýsluna. Spælandi að íslensku bankarnir séu ekki enn í útrásinni í London!

Ekki má gleyma því að Glencore er ekki bara stúss í kringum kaup og sölu og flutning á hravörum; innan félagsins eru líka dulitlar eignir í formi hlutabréfa. Svo sem hluturinn í Xstrata, en skv. gengi hlutabréfa Xstrata þessa dagana er þarna um að ræða lauflétta eign upp á um 30 milljarða USD! Og tæplega 10% eignarhlutur Glencore í álrisanum Rusal er líklega rúmlega 2ja milljarða USD virði nú um stundir.

katanga-copperbelt-congo.jpg

katanga-copperbelt-congo

Eitthvað „smáræði“ felst líka í ¾ hlut Glencore í kandíska námafyrirtækinu Katanga Mining, sem starfar í hinu alræmda málmahéraði Katanga í Kongólýðveldinu (Zaire) í myrkviðum Afríku. Þá eign keypti Glencore á spottprís á jóladag 2008 þegar Katanga Mining rambaði á barmi gjaldþrots vegna lánsfjárkreppunnar ægilegu, sem skollið hafði á haustið 2008. Talandi um eignir Glencore, þá mætti einnig nefna 70% hlut þeirra í ástralska nikkel-framleiðandanum Minara Resources, en sú eign er hátt í milljarður dollara að verðmæti. Og sama má segja um hlut Glencore í Century Aluminum „okkar Íslendinga“; tæpur milljarður dollara í bauknum hjá Glencore þar.

Mining.jpg

Mining

Er þá glás af öðrum námum og fyrirtækjum í eigu Glencore ótalin, sem ekki verða rakin hér. Eins og t.d. félög í Indónesíu, Zambíu og Kólumbíu. Samt varla hægt að sleppa því að nefna stóran eignarhlut Glencore í rússnesku olíufélögunum Nafta-Ulyanovsk,  Ulyanovskneft og Varyeganneft, þar sem Glencore er í öllum tilvikum í samkrulli með rússneska olíufélaginu Russneft (sem ekki má rugla saman við olíurisann Rosneft). Til „gamans“ má geta þess að hörð barátta hefur einmitt geysað undanfarið um yfirráðin í Russneft – og í kringum þá valdabáráttu hafa líkin hrannast upp. Þó ekki alveg jafn svakalega mörg, eins og var í álstríðunum í Rússlandi fyrir hálfum öðrum áratug – þegar blóðug barátta átti sér stað í tengslum við einkavæðungana á rússnesku álbræðslunum. En það er svo sannarlega engin lognmolla í rússneska þungaiðnaðinum.

goldnugget.jpg

goldnugget

Sem fyrr segir, þá er erfitt að verðmeta Glencore, því þarna er á ferðinni óskráð félag sem bæði er hrávöruframleiðandi í mjög margbrotnu fyrirtækjaneti og fyrirtæki sem stundar margvísleg flókin hrávöruviðskipti um veröld víða. Af augljósum ástæðum er þó ljóst að verðmæti Glencore ræðst mjög af þróun hrávörumarkaða. Uppsveiflan í hrávörugeiranum síðustu misserin hefur líklega hækkað verðmat á fyrirtækinu um 50-60% á örstuttum tíma.

Það eina sem virðist öruggt er að hlutafjárútboðið mun á svipstundu gera alla eigendur Glencore að milljónamæringum – í dollurum! Og æðstu stjórnendurnir munu komast í milljarðamæringaklúbbinn ljúfa. Að vísu segir í útboðsskilmálunum að menn megi ekki selja hlutabréfin sin fyrr en eftir nokkur ár. En rætist spár um hækkandi hrávöruverð munu þeir ljúflingarnir hjá Glencore þá einfaldlega fá ennþá meira í sinn hlut eftir þann tíma!

glencore-rusal-sual.jpg

glencore-rusal-sual.

En það er smá vandamál. Sumir klóra sér nefnilega í höfðinu yfir þeirri ákvörðun Glencore að fara akkúrat núna á markað. Er það ekki barrrasta skýr yfirlýsing um að þar á bæ telji menn að hrávöruverð sé nú í toppi? Að gullkálfarnir hjá Glencore séu að notfæra sér gegjaða hrávörubólu til að hlaupa burt með hrikalegan ágóðann, skellihlæjandi að heimsku annarra?

Hvað það verður, veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. En hugleiðingar af þessu tagi gætu fengið suma fjárfesta til að hika. Engu að síður er sagt að ofsalegir olíusjóðir Persaflóaríkjanna ætli flestir að stökkva á Glencore – nánast sama hvert verðið verður. Og einnig gæti verið að saklausir lífeyrisþegar á Vesturlöndum verði brátt óafvitandi þátttakendur í hrávörugrugginu hjá Glencore. Af því skráning félagsins í London mun nánast sjálfkrafa valda því að fjöldi fjárfestingasjóða á vegum lífeyrissjóða mun kaupa hlut í félaginu, vegna innri reglna um dreifða hlutafjáreign.

Á fjármálamörkuðunum er líka mikið spekúlerað í því hvernig Glencore muni þróast eftir hlutabréfaskráninguna. Fyrirtækið mun tæplega áfram verða jafn umsvifamikið i vafasömum hrávöruviðskiptum við háskalegustu einræðisherra heimsins eins og verið hefur undanfarna áratugi.

xstrata-mining-australia.jpg

xstrata-mining-australia

Á móti koma ný tækifæri; unnt verður að nota afrakstur hlutafjárútboðsins til að kaupa önnur félög í bransanum eða sameinast skráðum hrávörufyrirtækjum og verða þannig ennþá stærri og jafnvel ennþá gróðavænlegri. Kannski  stærsti hrávöruframleiðandi heimsins? Munu risar eins og Rio Tinto Alcan og BHP Billiton kannski bráðum þurfa að lúffa fyrir Glencore?

Margir eru fullvissir um að eftir skráninguna muni Glencore fljótlega sameinast öðrum hrávörurisa, sem er Xstrata. Það fyrirtæki er jú nátengt Glencore, sem á um þriðungshlut í Xstrata. Vermæti sameinaðs fyrirtækis yrði gríðarlegt og sagt er að sameinað stjórnendateymi þessarra tveggja fyrirtækja yrði svo harðsvírað að jafnvel raunverulegir hvítir hákörlar myndu leggja á flótta ef þeir strákarnir fengju sér sundsprett. Slíkt sameinað risafyrirtæki ætti auðveldara með að takast á við sívaxandi samkeppni frá kínverskum ríkisfyrirtækjum, sem nú kaupa upp hrávörur sem óðir menn. Þetta kann að vera meginástæðan að baki skráningu Glencore á hlutabréfamarkað.

Hjá Xstrata virðast menn þó reyndar spenntari fyrir því að sameinast málmarisanum Anglo American, sem Orkubloggið hefur áður sagt frá. En kannski munu barrrasta öll þessi þrjú hrávörufyrirtæki – Anglo American, Xstrata og Glencore – taka höndum saman? Það væri skemmtilegt að sjá þann þríhöfða verða að einum – t.d. sem „Anglencorex“. Öll eru þessi þrjú risahrávörufyrirtæki þekkt fyrir að vera afsprengi Rotschild-auðsins og annarra góðra gyðinga með fullar hendur fjár. Og því fátt eðlilegra en að þau renni saman í eitt.

kazakhstan-mine-2.png

kazakhstan-mine

Önnur fyrirtæki sem Glencore er sagt ásælast, eru t.d. hið sögufræga franska hrávörufyrirtæki Louis Dreyfus Group og þó jafnvel enn frekar námafyrirtækið  ENRC. ENRC (Eurasian Natural Resources Corporation) varð til við einkavæðingu ríkisnámanna í Kazakhstan eftir fall Sovétríkjanna á 10. áratug liðinnar aldar og er fyrirtækið nú skráð í kauphöllinni í London. Auk starfsemi ENRC í Kazakhstan er félagið í námastússi víða um heim og þá sérstaklega í sunnanverðri Afríku. Af skráðu félagi hefur ENRC þótt taka hressilega mikla áhættu, t.d. suður í Kongó. Sá risky hugsunarháttur virðist smellpassa fyrir Glasenberg og félaga hans hjá Glencore. En til að yfirtaka ENRC þarf ansið marga milljarða dollara og hlutafjárútboð Glencore gæti verið fyrsta skrefið skrefið til að ná völdum innan ENRC.

deripaska-putin.jpg

deripaska-putin

Þá gæla sumir við þá „yndislegu“ hugmynd að Glencore renni saman við sjálfan álrisann Rusal. Sem er stærsti álframleiðandi veraldar og er nú að mestu leyti í eigu rússneska milljarðamæringsins með barnsandlitið; Oleg Deripaska (sem reyndar verst nú málaferlum úzbesku bræðranna Lev og Michael Cherney í London um eignarhaldið á Rusal, en sú ævintýralega saga tengist m.a. spillingunni og morðöldunni sem varð í tengslum við einkavæðingu rússnesku álveranna upp úr 1992). Glencore hefur jú í nokkur ár verið meðal stærstu hluthafanna í Rusal, með tæplega 10% hlut. Og eiginlega með ólíkindum að Century Aluminum hafi ekki líka runnið inn í Rusal, en Glencore er ráðandi hluthafi í Century.

Nánara samstarf milli Glencore og Rusal, sem nú er skráð í kauphöllinni í Hong Kong, virðist eiginlega alveg borðleggjandi. En þó svo maður geti varla hreyft sig í hrávörubransanum nú um stundir án þess að rekast á Deripaskaþá er aðkoma annars manns að hrávörmarkaði heimsins jafnvel ennþá meira áberandi þessa dagana. Sá er Nathaniel Rotschild.

Já – alltaf komum við aftur að Rotschild'unum! Nýleg aðkoma Glencore að eigendahópi Rusal og æ nánara samstarf þeirra Deripaska og Glasenberg við gyðinginn, gullkálfinn og piparsveininn geðþekka hefur gefið þeim sögum undir fótinn að þarna verði senn til nýtt ofurfyrirtæki. Fyrirtæki sem með sanni gæti kallast höfuðpaurinn á hrávörumörkuðum heimsins.

nataniel-_rotschild_babe.jpg

nataniel-_rotschild_babe

Þeir þremenningarnir Nat Rotschild, Oleg Deripaska og Ivan Glasenberg eru einfaldlega mennirnir sem höndla með helstu náttúruauðlindir jarðarinnar nú á tímum. Og varla unnt fyrir okkur hina vesalingana svo mikið sem rista okkur brauðsneið eða hella uppá kaffibolla, án þess að aurar hrati á borð þessara hrávörufóstbræðra.

Kannski halda flestir lesendur að þessi ofurkapítalismi hrávörugeirans sé víðsfjarri okkur hér á Klakanum góða. En það er nokkuð öruggt að kampavínið á skrifstofum Glencore er a.m.k. jafn kalt eins og íslenskt jökulvatn. Að auki vill svo skemmtilega til, að Glencore er ráðandi hluthafi í Century Aluminum, sem á nokkur álver í Bandaríkjunum og svo auðvitað álverið í Hvalfirði og grunn í Helguvík. Skráning Glencore á hlutabréfamarkað og daður þess við Rusal, er því eitthvað sem allir Íslendingar hljóta að fylgjast spenntir með! Þó ekki væri nema bara til að fylgjast með því hvort rauðhærða vinkonan hans Nat sjáist kannski á Vínbarnum?

Fleira áhugavert: