Varmadælur – Ríkið niðurgreiðir kaup

Heimild:  

.

Desember 2014

200-300 varma­dæl­ur sett­ar upp á hverju ári

Varma­dæl­an er utan húss­ins og tek­ur varmann úr loft­inu til að hita upp húsið en los­ar sig við kuld­ann út aft­ur. Ljós­mynd/​Pét­ur Bjarni Gunn­laugs­son

Ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og stofn­an­ir setja upp varma­dæl­ur á ári hverju.

Marg­ir geta lækkað raf­magns­reikn­ing­inn veru­lega. Þeir sem búa við niður­greidda raf­orku til hús­hit­un­ar geta fengið stuðning til að koma sér upp varma­dæl­um og fá virðis­auka­skatt­inn að auki end­ur­greidd­an, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu.

Vegna hækk­andi raf­orku­verðs til hús­hit­un­ar og spár um að raf­orku­verð muni hækka veru­lega í framtíðinni hafa íbú­ar á svæðum sem ekki eiga mögu­leika á hita­veit­um hugað að aðgerðum til að spara raf­magnið. Varma­dæl­ur hafa komið sterkt inn í þá mynd síðustu árin, einkum eft­ir að ríkið fór að niður­greiða kaup á tækja­búnaðinum og aft­ur nú þegar byrjað var að end­ur­greiða virðis­auka­skatt af tækj­un­um.

Fleira áhugavert: