Íran – Bushehr kjarnorkuverið gangsett
.
Mars 2010
Stjórnvöld í Moskvu segja að verið verði eingöngu nýtt til rafmagnsframleiðslu. Útilokað sé að nýta það til smíði kjarnorkuvopna, enda verði það undir eftirliti Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, auk þess sem Íranar verði að skila þeim úranstöngum sem notaðar verði til að knýja verið. Bushehr-kjarnorkuverið var lengi þyrnir í augum Bandaríkjamanna og deiluefni milli Rússa og Vesturveldanna. Nú er hinsvegar annað hljóð í strokknum og segja Bandaríkjamenn að Íranar þurfi ekki að halda áfram áformum um auðgun úrans með tilkomu versins.