Rafbílar Noregi – Taka forystu

Heimild: 

.

Janúar 2019

Raf­bíl­ar eru að taka for­ystu á bíla­markaðinum í Nor­egi eft­ir að hafa verið í stöðugri sókn um ára­bil. Lang­sölu­hæsti bíll­inn 2018 var Nis­s­an Leaf og velti hann Volkswagen Golf úr sessi en hann hafði selst bíla best í Nor­egi í ára­tug.

Þriðji hver bíll sem seld­ur var þar í landi í fyrra los­ar enga meng­un. Af Leaf voru ný­skráð 12.303 ein­tök sem er 265% aukn­ing frá ár­inu áður. Tók sal­an mik­inn fjörkipp eft­ir að nýr og lang­dræg­ari Leaf kom á göt­una seint á ár­inu 2017. Hef­ur umboðið í Nor­egi notið þess að lít­il sem eng­in bið hef­ur verið eft­ir bíln­um frá Nis­s­an.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sam­tök­um raf­bíla­eig­enda voru 35.000 Norðmenn á biðlista um ára­mót­in eft­ir nýj­um raf­bíl. Í sum­um til­vik­um get­ur biðin verið allt að því á annað ár.

Sam­tök­in segja allt benda til þess að skerf­ur raf­bíla af heild­ar bíla­söl­unni í Nor­egi fari yfir 50% á ný­byrjuðu ári, 2019.

Mest seldu bíl­arn­ir í Nor­egi á nýliðnu ári voru sem hér seg­ir, en í svig­um eru töl­ur yfir aukn­ingu sölu viðkom­andi mód­els eða sam­drátt:

Ný­skráðir bíl­ar 2018

1. Nis­s­an Leaf 12.303 (264,6 %)

2. VW Golf 9.859 (-18,9 %)

3. BMW i3 5.687 (12,9 %)

4. Tesla Model X 4.981 (4,9 %)

5. Mitsu­bis­hi Outland­er 4.323 (1,1 %)

6. Toyota Yar­is 3.856 (-5,3 %)

7. Volvo XC60 3.687 (49,0 %)

8. Tesla Model S 3.633 (-2,1 %)

9. Toyota RAV4 3.627 (-24,8 %)

10. Renault Zoe 3.141 (24,0 %)

11. Skoda Octa­via 3.134 (-13,0 %)

12. Toyota C-HR 3.098 (-11,7 %)

13. Hyundai Ion­iq 2.971 (25,3 %)

14. Volvo V90 2.902 (-15,3 %)

15. VW Passat 2.692 (-40,8 %)

16. Toyota Aur­is 2.426 (-25,3 %)

17. BMW 2-serie 1.943 (-18,8 %)

18. VW T-Roc 1.855 (6296,8 %)

19. Mazda CX-5 1.853 (1,9 %)

20. Mercedes GLC 1.840 (-23,0 %)

Fleira áhugavert: