Vatnsúðakerfi – Sagan, regluverkið
Grein/Linkur: Vatnsúðakerfi – Sagan, regluverkið
Höfundur: Snæbjörn R Rafnsson
.
.
Apríl 2018
Rifjum aðeins sögu og relguverk vatnsúðakerfa, stóra myndin í sögulegu samhengi.
Upphaf vatnsúðakerfa hérlendis byrjaði líklega uppúr seinna stríði þegar kaninn kom sér fyrir á vellinum. Bandaríkjaher gerði kröfu um vatnsúðakerfi í sínum byggingum. Þar ól mannin Ástvaldur Eiríksson sem er líklega okkar færasti fræðingur á þessu sviði í dag, 80 vetra reynslubolti. Ástvaldur lærði af kanananum og hefur verið opinberum stofnunum innan handar með innleiðingu hérlendis, hans þekkingu og sögu ætti að varðveita.
Árið 1982 eða þar um bil, eru settar reglugerðir er beina veitunum í að hanna vatnsveitu sem ræður við vatnsúðakerfi.
Um ´92 er gerðar reglugerðir um sjálfvrik brunakerfi svona til að ýta málum í réttan farveg, ákveðin vakning í gangi.
Um ´93 eru gerðar leiðbeingar um eftirlit, prófanir svo hægt sé að stand rétt að umgangi vatnsúðakerfa. Hengdir eru svo staðlar og gátlistar við þessar leiðbeingar í uppfærslum líklega um 2006 og svo 2010.
Í framhaldi af þessum leiðbeiningariti Ástvalds þarna 1993 þá fór hann yfir 74 vatnúsakerfi í 62 byggingum og aðeins eitt þeirra virkaði sem skildi.
´94 eru svo settar reglur um hvernig staðið skal að hönnun og uppsetningu sjálfvirkra úðakerfa, svo hönnuðir viti hvað skal horfa á, í þessum relgum er svo vísað í Breska staðalinn BS 5306 og amerískan NFPA13 staðalinn, staðla og leiðbeingarrit, en þetta nota hönnuðir sem leiðbeiningar.
Kröfur eru settar í skipulagns og byggingarlög 1997 og í byggingareglugerð 1998 þar sem gerðar eru kröfur um brunahönnun mannvirkja. Þar eru sett viðmið-kröfur um hvað skal verja, áhættumat, þar sem hús eru m.a. flokkuð, s.s. eins og mannfjöldi og ef verðmæti eru í húsnæði. Þar eru gerðar kröfur um að ef húsnæði er lagerhúsnæði yfir 2000m2 þá skal það varið með vatnúsðakerfi (Miðhraun 4 er líklega 2-3000m2, varðar niðurstöðu hér að neðan). Eins er krafa um vatnsúðakerfi ef um vermæti er að ræða í hýsingu. Eins ef gerðar eru breytingar á húsnæði, þá skal það fara fyrir byggfulltrúa og eldvarnareftirlit.
´2013 er gagnagrunnur SHS sem heldur utan um öll vatnúðakerfin á Reykjavíkursvæðinu gerður virkur og náð utanum öll vatnúðakerfin, sem mörg voru munaðarlaus, frábært starf unnið þarna. Þar kemur í kom í ljós, ef ég man rétt, að vel yfir 200 varðlokar-kerfi eru til og 6 aðilar með +80% kerfanna, 20 aðilar með rest.
.
.
Niðurstaða: Innleiðing og krafa ´82-98 , 2006-2013 farið yfir stöðuna, tekin saman kerfin, frekari staðlar gátlistar. Verið að skerpa á að koma þessu öllu í réttan farveg, verja hús.
Þessi upprifjun var sett fram eftir stórbruna í Miðhrauni 4, apríl 2018, þar sem allt brann til kaldra kola. Þar fór af stað umræða um vatnsúðakerfi, tilurð þeirra og tilgang:
Förum varlega í að einfalda myndina og berum viðringu fyrir því sem hefur áunnist, allra hagur að öryggi sé hið ítrasta og í lagi. Vatnsúðakerfi í Miðhrauni hefði skipt sköpun í brunastarfi þar, í 90% tilfella ráða vatnúskerfi við bruna í USA, slökkva brunann í fæðingu, á 4 úðurum í 70% tilfella.