Endurheimt votlendi – kolt­ví­sýringur, Bessastaðir 60 tonn/ári , bíll 1-2 tonn/ári

Heimild:  

.

Lokið hef­ur verið við að fylla upp í skurði og end­ur­heimta vot­lendi á Bessa­stöðum. Ljós­mynd/​Aðsend Mbl

Október 2019

„Gam­an að sjá hvað marg­ir leggja sitt af mörk­um“

Það er gam­an að sjá hvað marg­ir leggja sitt af mörk­um þegar á reyn­ir í nafni sam­fé­lags­legr­ar ábyrgðar,“ seg­ir Eyþór Eðvarðsson, stjórn­ar­formaður Vot­lend­is­sjóðsins, um end­ur­heimt vot­lend­is við mbl.is.

Í dag var lögð loka­hönd á að fylla upp í skurði á um þriggja hekt­ara svæði á Bessa­stöðum. Það er við hæfi því vernd­ari Vot­lend­is­sjóðs er for­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son. Á þessu svæði, sem fyllt var upp í, losna 60 tonn af kolt­ví­sýr­ingi á ári. Til sam­an­b­urðar los­ar meðal­bíll um 1-2 tonn á ári. „Þetta er ansi mik­ill slatti,“ seg­ir Eyþór.

Garðlist vann verkið og notaði létta pall­bíla til að valda sem minnstu óþarfa jarðraski. GT verk­tak­ar gáfu efnið sem kem­ur úr Vatns­mýr­inni og fluttu efnið á svæðið.

Ragn­heiður Trausta­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur tek­ur út svæðið á morg­un til að kanna hvort þess­ar aðgerðir hafi mögu­lega haft áhrif á forn­minj­ar á svæðinu. Tals­vert er af þeim á þessu svæði. Bent hef­ur verið á að þess­ar fram­kvæmd­ir gætu mögu­lega haft áhrif á varðveislu­gildi forn­minja á svæðinu. Eyþór bend­ir á að forn­minj­ar geym­ist vel í mýr­lendi og því ekki víst að ástandið versni við þetta. „Þetta var gert í sam­ráði við staðar­hald­ara. Við tök­um enga sénsa á þess­um stað. Þetta er höfuðdjásnið okk­ar,“ seg­ir Eyþór um Bessastaði.

Í dag lauk einnig fram­kvæmd­um í Bleiks­mýri þar sem fyllt var upp í skurði. Á dag­skrá er að end­ur­heimta vot­lendi á 25 jörðum víðs veg­ar á land­inu. Í fyrra­málið verður haf­ist handa í Krísu­vík­ur­mýri, það er um 60 hekt­ara land Hafn­ar­fjarðarbæ. Þar verða end­ur­heimt um það bil 1.100 tonn af CO2-ígild­um á ári.

Í þess­um mánuði verður fyllt upp í skurði á jörðinni Kirkju­bóli í Korpu­dal í Önund­arf­irði. Með þeim aðgerðum verður stöðvuð los­un sem nem­ur 481 tonni á ári sem sam­svar­ar út­blæstri um 240 fólks­bíla. Á jörðinni Hofi í Norðfirði hef­ur verið stöðvuð los­un sem sam­svar­ar út­blæstri á ári frá um 150-200 bif­reiðum.

Fleira áhugavert: