Göngu-, reiðbrú – ­þjórsá Búrfelshólma

Heimild:  

.

Ágúst 2019

Þetta er heil­mik­il fram­kvæmd. Mark­miðið er að hefjast handa næsta sum­ar,“ seg­ir Óli Grét­ar Blön­dal Sveins­son, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs Lands­virkj­un­ar.

Áform Lands­virkj­un­ar um bygg­ingu göngu- og reiðbrú­ar yfir Þjórsá við Búr­fells­hólma eru á áætl­un. Full­trú­ar Lands­virkj­un­ar fóru yfir stöðu máls­ins með sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi á dög­un­um. Um­rædd brú mun tengja sam­an kerfi reiðvega og göngu­stíga beggja vegna Þjórsár, í sveit­ar­fé­lög­un­um Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.

Eins og Morg­un­blaðið hef­ur áður greint frá er bygg­ing brú­ar­inn­ar liður í mót­vægisaðgerðum vegna fram­kvæmda við Búr­fells­stöð 2 sem gang­sett var sum­arið 2018. Leiðin í Búr­fells­skóg að vest­an­verðu lá yfir frá­rennslis­skurð sem ekki var vatn í fyrr en stöðin var tek­in í notk­un.

Í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Óli Grét­ar þegar farið að leggja drög að bygg­ingu brú­ar­inn­ar með mal­bik­un veg­ar niður að Hjálp­ar­fossi og mal­bik­un plans þar. Fram und­an sé vinna við að koma brúnni inn á skipu­lag hjá sveit­ar­fé­lög­un­um, sækja um öll nauðsyn­leg leyfi og fleira slíkt. Verkið verði boðið út þegar öll leyfi verði kom­in í hús á nýju ári.

Fleira áhugavert: