Sádí Arabía – 37 afhausaðir, 1 krossfestur

Heimild:

.

Apríl 2019

Fáni Sádi-Ar­ab­íu blakt­ir við hún. AFP

Stjórn­völd í Sádi-Ar­ab­íu sæta harðri gagn­rýni í dag fyr­ir 37 af­tök­ur sem fram fóru á sex stöðum í rík­inu í gær. Mann­rétt­inda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, er á meðal þeirra sem for­dæmt hafa verknaðinn og seg­ir hún það „sér­stak­lega viður­styggi­legt“ að á meðal þeirra sem urðu höfðinu styttri í gær hafi verið að minnsta kosti þrír sem enn voru á barns­aldri er þeir hlutu dóm.

Menn­irn­ir 37 voru háls­höggn­ir, að lík­ind­um með beittri sveðju eins og venja er í rík­inu, á grund­velli hryðju­verka­laga. Flest­ir eiga þeir það sam­eig­in­legt að hafa verið sjíta-múslim­ar, sem eru í minni­hluta í ol­íu­rík­inu. Þrátt fyr­ir að eng­ar op­in­ber­ar töl­ur séu til um það, er talið að 10-15% af 32 millj­ón­um íbúa í Sádi-Ar­ab­íu séu sjít­ar.

Einn kross­fest­ur

Sádi-ar­ab­íska frétta­stof­an SPA greindi frá því að einn mann­anna hefði verið kross­fest­ur eft­ir að hann var tek­inn af lífi, en þá refs­ingu hljóta þeir sem framið hafa sér­stak­lega al­var­lega glæpi í Sádi-Ar­ab­íu.

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur lýst yfir vanþókn­un á af­tök­un­um og seg­ir Maja Kocij­ancic, talsmaður ESB, að það að meiri­hluti þeirra sem tekn­ir voru af lífi í sex borg­um víðs veg­ar um landið í gær séu sjít­ar, gæti kynt enn frek­ar und­ir trúar­átök­um í ar­ab­aheim­in­um.

Mohammad Javad Zarif, ut­an­rík­is­ráðherra Írans, fór hörðum orðum um af­tök­ur Sáda á Twitter-síðu sinni í dag og gagn­rýndi sér­stak­lega að ekki hefði heyrst svo mikið sem hvísl frá Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta og rík­is­stjórn hans, þrátt fyr­ir að 37 hefðu verið tekn­ir af lífi á ein­um degi og Sádar hefðu „kross­fest einn tveim­ur dög­um eft­ir páska“.
.

Fals­rétt­ar­höld og játn­ing­ar með pynt­ing­um

Hum­an Rights Watch seg­ir að sak­fell­ing­arn­ar mann­anna hafi verið byggðar á „ósann­gjörn­um“ fjölda­rétt­ar­höld­um og á játn­ing­um, sem hafi verið náð fram með pynt­ing­um. Í sama streng tek­ur Am­nesty In­ternati­onal og kalla rétt­ar­höld mann­anna „sýnd­ar­rétt­ar­höld“ í yf­ir­lýs­ingu sinni.

Am­nesty seg­ir að 11 þeirra sem hafi verið háls­höggn­ir í gær hafi verið dæmd­ir fyr­ir að njósna fyr­ir óvini Sádi-Ar­aba í Íran og að minnsta kosti 14 hafi tapað lífi sínu fyr­ir að taka þátt í mót­mæl­um gegn stjórn­völd­um í aust­ur­hluta rík­is­ins á ár­un­um 2011 og 2012.

Einn þeirra sem var háls­höggv­inn í gær hét Abdul­kareem al-Hawaj og var hann ein­ung­is 16 ára gam­all er hann var upp­runa­lega hand­tek­inn, að sögn Am­nesty.

Þess­ar af­tök­ur Sáda í gær voru þær um­fangs­mestu í rík­inu frá því í janú­ar árið 2016, en þá voru alls 47 tekn­ir af lífi á ein­um og sama deg­in­um. Sam­kvæmt töl­um frá SPA-frétta­stof­unni sem AFP vís­ar til, hafa að minnsta kosti 100 manns verið tek­in af lífi í rík­inu það sem af er ári.

Sádar sitja í mann­rétt­indaráði SÞ

Sádi-Ar­ab­ía sit­ur í mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna, sem Ísland varð aðili að síðasta sum­ar eft­ir að Banda­rík­in sögðu sig úr ráðinu. Þar sitja 45 ríki til viðbót­ar. Ísland leiddi í mars síðastliðnum hóp 36 ríkja í gagn­rýni á stöðu mann­rétt­inda­mála í Sádi-Ar­ab­íu.

Fleira áhugavert: