Rafbílavæðing – Orðin raunveruleiki, brátt ódýrari

Heimild:

.

Maí 2019

Rafbílabyltingin orðin að raunveruleika?

Ketill Sigurjónsson

Er rafbílabyltingin loks brostin á? Hinn hag­kvæmi raf­magns­bíll hef­ur ans­ið lengi ver­ið rétt hand­an við horn­ið. Það þekkj­um við vel; við sem horfð­um af áfergju á Nýjustu tækni og vísindi hér í Den. Það er a.m.k. svo að í minn­ing­unni finnst grein­ar­höf­undi sem hann hafi horft á hverja raf­bíla­frétt­ina á fæt­ur ann­arri í þeim ágætu þátt­um fyrir margt löngu. Og að raf­bíla­bylt­ing­in hafi lengi verið alveg við það að bresta á.

Raf­bíla­tækn­inni hefur fleygt mjög fram á síð­ustu árum. Engu að síð­ur eru raf­bílar enn dýr­ari en hefð­bundn­ir bíl­ar með bruna­hreyf­il. En þetta er að breyt­ast hratt og mögu­lega mjög stutt í að kostn­­ur­inn verði svip­­ur og jafn­vel að raf­magns­bíl­arnir verði ódýr­ari en þeir hefð­bundnu. Það á þó enn eft­ir að koma í ljós hvort líf­tími stóru raf­hlaðn­anna upp­fylli kröf­ur neyt­enda um lang­an akst­urs­tíma. Einn­ig er enn óvíst hversu drægi hreinna raf­magns­bíla, þ.e. bíla sem hafa ein­ung­is raf­mót­or, kem­ur til með auk­ast hratt.

Síðustu árin hefur raf­magns­bílum fjölg­að veru­lega og það eru sí­fellt fleiri sem nú spá því að þess hátt­ar bíl­ar taki senn yfir fólks­bíla­mark­­inn. Það er samt óvíst hversu hratt raf­bíla­væð­ing­in mun ganga. Sá sem þetta skrif­ar mun t.a.m. lík­lega ekki kaupa sér raf­bíl fyrr en drægn­in á þokka­lega hag­kvæm­um raf­bíl verð­ur orð­in a.m.k. 400 km. En hver hef­ur sinn smekk. Í þess­ari grein er fjall­að um raf­magns­bíla og sér­stak­lega lit­ið til hinn­ar hröðu út­breiðslu raf­bíla í Nor­egi. Kannski mun­um við brátt sjá svip­aða þró­un hér á Íslandi.

Rafmagnsbílar brátt ódýrari en hefð­bundnir bílar

Vegna sífellt betri og ódýrari raf­geyma, auk þess sem sí­fellt fleiri bíla­fram­leið­end­ur eru að koma með nýja raf­magns­bíla, fer fram­leiðslu­kostn­­ur raf­magns­bíla hratt lækkandi. Vís­bend­ing­ar eru um að við nálg­umst nú mjög þau mik­il­vægu vatna­skil þeg­ar raf­­bíll­inn verð­ur ódýr­ari en hef­bundn­ir sam­bæri­leg­ir bíl­ar með sprengi­hreyf­il. Sam­kvæmt Bloom­berg New Energy Finance (BNEF) eru senni­lega ein­ung­is þrjú ár í að raf­magns­bíl­ar verði ódýr­ari en hefð­bundnir fólks­bíl­ar með bruna­hreyf­il. Um leið og það ger­ist gæti raf­magns­bíll­inn nán­ast yfir­tek­ið fólks­bíla­mark­­inn á undra­skömm­um tíma. Því um leið og raf­bíll­inn verð­ur hag­kvæm­asti kost­ur­inn mun fjöld­inn velja raf­bíl.

Tesla Model 3

Skilgreiningar á rafbíl: Bara BEV eða líka tvinnbílar?

Áður en lengra er mikilvægt að muna að raf­magns­bíl­um er skipt í nokkra flokka. Helstu skil­grein­ing­ar sem gott er að kunna deili á eru BEV, PHEV og HEV. Í reynd eru þetta tveir megin­flokk­ar; hreinir raf­bíl­ar ann­ars veg­ar og tvinn­bíl­ar hins vegar. En sök­um þess hversu lítla drægni tvinn­bílar hafa á raf­hleðsl­unni, kann að vera hæp­ið að skil­greina slíka bíla sem raf­bíla. Þó svo það sé oft gert.

BEV er hinn eini sanni rafbíll

BEV stendur fyrir Battery Electric Vehicle. Slík­ar bif­reið­ar eru með raf­mót­or og ekki með bensín- eða dísel­vél (sem sagt ekki með bruna­hreyfil). Þeir eru hlaðn­ir raf­magni með því að stinga þeim í sam­band með raf­magns­tengli. Þeg­ar slík­ur bíll verður raf­magns­laus kemst hann ekki lengra.

BEV eru sem sagt óháð­ir hefð­bundnu elds­neyti og frá þeim kem­ur því hvorki kol­tví­sýr­ing­ur né ann­ar óæski­leg­ur út­blást­ur. Um leið skipt­ir miklu, út frá um­hverf­is­sjón­ar­mið­um, hvern­ig raf­magn­ið sem bíll­inn not­ar er fram­leitt. Raf­bíll sem í reynd gengur á kola­orku er lítt um­hverf­is­vænn, ólíkt raf­bíll sem keyr­ir á raf­orku frá t.d. vind­myll­um eða vatns­afls­virkj­un. Bíl­ar sem flokk­ast sem BEV eru af ýms­um teg­und­um, en þeir þekkt­ustu eru lík­lega Niss­an Leaf og Tesla.

Tvinnbílar (PHEV og HEV)

Hinn flokkur raf­bíla eru bílar sem bæði ganga fyrir raf­magni og elds­neyti; eru sem sagt bæði með raf­mótor og með bruna­hreyfil. Á ensku nefn­ast þeir HEV, sem stend­ur fyrir Hybrid Electric Vehicle. Á ís­lensku eru þess­ir bíl­ar nefnd­ir tvinn­bíl­ar. Bif­reið­ar af þessu tagi eru ýmist með bún­að til að stinga þeim í sam­band eða að geym­ir­inn fyrir raf­mót­or­inn fær ein­ung­is hleðslu þeg­ar bíll­inn er á ferð. Fyrr­nefnda út­færsl­an kallast PHEV sem stend­ur fyrir Plug-in Hybrid Electric Vehicle, en á ís­lensku er þá tal­að um tengil­tvinn­bíla.

Tvinnbílar geta ekki ekið mjög langt á raf­hleðsl­unni, enda eru þeir ekki með eins öfl­ug­an raf­geymi fyrir akst­ur­inn eins og BEV.  Engu að síð­ur geta svona bílar dreg­ið veru­lega úr elds­neyt­is­notk­un, t.d. ef þeim er al­mennt ekið stutt­ar vega­lengd­ir (eins og t.d. í og úr vinnu). Raf­hleðsl­an dug­ar vel fyrir slík­an akst­ur. Ef ráð­ist er í  lengri ferð­ir á tvinn­bíl tek­ur bensín­vél­in (eða dísel­vélin) við þeg­ar raf­hleðsl­an er búin. Dæmi um teng­il­tvinn­bíla eru t.d. Chevro­let Volt og Mitsu­bishi Out­lander. Og þekkt­asti tvinn­bíll­inn er lík­lega Toyota Prius.

Loks má minna á að bíl­ar koma einn­ig í þeirri út­færslu að vera með efna­rafal, sem breyt­ir eld­sneyti í raf­magn. Þar eru vetn­is­raf­alar hvað athygl­is­verð­ast­ir og dæmi um slík­an bíl er breski River­simple. Vetn­is­bíl­ar virð­ast þó eiga und­ir högg að sækja og telj­ast vel að merkja ekki til rafbíla.

Rafbílavæðing Norðmanna fyrirheit um það sem koma skal?

Það sem einkum hefur haldið aftur af fjölg­un raf­bíla er sú stað­reynd að þeir eru eða hafa a.m.k. lengst af ver­ið tölu­vert dýr­ari en hefð­bund­inn fólks­bíll af svip­aðri stærð. En í lönd­um þar sem raf­bílar njóta  stuðn­ings hins opin­bera, svo sem með af­námi virð­is­auka­skatts og ýms­um öðrum fríð­ind­um, virð­ist fólk mjög gjarn­an velja raf­magns­bíl frem­ur en þann hefð­bundna. Þar er Nor­eg­ur gott dæmi.

Árið 2018 voru hreinir raf­magns­bílar (BEV) um þriðj­ung­ur allra nýrra seldra fólks­bíla í Noregi! Og þeg­ar horft er til allra nýrra fólks­bíla með raf­mót­or, þ.e. bæði þeirra bíla sem ein­ung­is ganga fyrir raf­magni og tvinn­bíla, var mark­aðs­hlut­deild þess­ara bíla um 50% það ár í Nor­egi. Þar í landi var sem sagt ann­ar hver seld­ur fólks­bíll raf­bíll árið 2018 (þeg­ar not­uð er víð­tæk­ari skil­grein­ing­in á raf­bílum).

Norðmenn vilja Teslu, en hvað vilja Íslend­ing­ar?

Salan á rafmagns­bílum í Noregi sló svo enn eitt metið nú í mars s.l. (2019). Þeg­ar næst­um 60% af öll­um seld­um nýj­um fólks­bíl­um voru hrein­ir raf­bílar (BEV)! Þar af var helm­ing­ur­inn af gerð­inni Tesla Model3! Sem merk­ir að næst­um því þriðj­ung­ur af öll­um nýj­um seld­um fólks­bíl­um í Nor­egi í mars var Tesla. Norð­menn eru ber­sýni­lega óðir í Teslu. Og nú hefur Tesla aug­lýst eftir starfs­fólki á Ís­landi. Kannski mun Tesla­versl­un hér­lend­is koma meira skriði á ís­lenska raf­bíla­væð­ingu. Fyll­ast göt­ur borg­ar­inn­ar og kaup­staða Ís­lands brátt af Teslum líkt og ver­ið hef­ur að ger­ast í Noregi?

Fleira áhugavert: