Iðnnám – Víðtækara en stúdentspróf

Heimild:

.

Júní 2018

Iðnnám lokar engum dyrum

Guðrún Hafsteinsdóttir

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI segir að í vissum skilningi sé iðnnám víðtækara en stúdentspróf.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins segir að við höfum sem þjóð leyft okkur að líta niður á iðnað og að þetta sé einhver þróun sem hefur gerst á síðustu 30-40 árum en fyrr á tímum hafi verið litið mjög upp til iðnaðarmanna.

„Þarna sjáum við dæmi þess að það er verið að þrengja möguleika einstaklings til áframhaldandi náms vegna þess að hann er ekki með hefðbundið stúdentspróf en hann er ekki með síðri menntun,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið í tengslum við fréttir þess efnis að maður með sveinspróf í húsasmíði og nokkurra ára reynslu af störfum fyrir lögregluna hafi ekki fengið inngöngu í lögreglunám við Háskólann á Akureyri þar sem hann hafi ekki lokið stúdentsprófi.

Guðrún HafsteinsdóttirGuðrún segir einnig að innan skólakerfisins höfum við verið með ofboðslegan skriðþunga á nemendur að þeir velji sér hefðbundið bóknám og að það sé lykillinn að farsæld í atvinnutengdu lífi í framtíðinni. „Ég hef verið að benda á að þetta sé bara mikill misskilningur. Í vissum skilningi má segja að iðnnám sé víðtækara í dag en stúdentspróf.“ Þá segir hún það hafa verið baráttumál hjá Samtökum iðnaðarins að hindranir séu fjarlægðar úr vegi þeirra sem ákveða að leggja stund á iðnnám. „Við erum búin að sjá fækkun í umsóknum í iðnnám stöðugt í mörg, mörg ár. Við verðum að gera námið aðlaðandi og aðgengilegt. Ég hef lagt sérstaka áherslu á það við krakka sem hugsa sér að leggja stund á iðnnám að þau loki engum dyrum,“ segir Guðrún.

Fleira áhugavert: