Bestseller Tower – Hæst 320m

Heimild: 

.

Febrúar 2019

Byggingaráform sem fela í sér byggingu hæstu byggingar Vestur-Evrópu hafa fengið grænt ljós í tækni- og umhverfisnefnd danska sveitarfélagsins Ikast-Brande á Jótlandi.

Háhýsið sem fyrirhugað er að byggja á að verða 320 metra hátt – um tíu metrum hærra en Shard í London sem nú er hæsta byggingin í Vestur-Evrópu.

DR greinir frá því að til standi að nýtt hverfi, jafnstórt 88 fótboltavöllum í Brande, en íbúar Ikast-Brande telja nú um 30 þúsund.

Formaður tækni- og umhverfisnefndar Ikast-Brande segist gera ráð fyrir að tillögurnar fáist einnig samþykktar í fjármálanefnd og borgarstjórn á næstu vikum.

Danski milljarðamæringurinn Anders Holch Povlsen er maðurinn á bakvið tillögurnar en hann er stofnandi fatakeðjunnar Bestseller. Gengur þetta fyrirhugaða hverfi undir nafninu Bestseller Village og háhýsið Bestseller Tower.

Fjórar næstu byggingar Evrópu eru allar í Rússlandi, sú hæsta í Pétursborg, Lachta Center, sem mælist 462 metrar á hæð.

Fleira áhugavert: