Rannsóknahús Land­spít­ala – Forval hönnunarteyma

Heimild: 

 

Maí 2018

Rann­sókna­húsið er hluti af heild­ar­upp­bygg­ingu Nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Mynd/​Aðsend

Nýr Land­spít­ali ohf., í sam­starfi við Rík­is­kaup og Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins, hef­ur af­hent fjór­um hönn­un­art­eym­um útboðsgögn vegna fullnaðar­hönn­un­ar nýs rann­sókna­húss sem hefst í sum­ar.

Hönn­un­art­eym­in sem stóðust kröf­ur sem gerðar voru í for­val­inu eru:

  • Græna­borg (Arkstudio ehf, Hnit verk­fræðistofa, Land­mót­un, Raf­t­ákn, Yrki arki­tekt­ar)
  • Mann­vit og Arkís arki­tekt­ar
  • Corp­us3 (Basalt arki­tekt­ar, Horn­stein­ar arki­tekt­ar, Lota ehf og VSÓ ráðgjöf)
  • Verkís og TBL

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Rann­sókna­húsið er hluti af heild­ar­upp­bygg­ingu Nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Aðrar bygg­ing­ar eru meðferðar­kjarn­inn, sem er stærsta bygg­ing­in í upp­bygg­ingu Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins, nýtt sjúkra­hót­el, sem verður tekið í notk­un á ár­inu og bíla­stæða-, tækni- og skrif­stofu­hús.

„Fullnaðar­hönn­un nýs rann­sókn­ar­húss í Hring­braut­ar­verk­efn­inu er enn einn áfang­inn í ver­káætl­un­um NLSH. Nýtt rann­sókna­hús mun skapa mikið hagræði hjá Land­spít­al­an­um vegna sam­ein­ing­ar allr­ar rann­sókn­a­starf­semi spít­al­ans á einn stað. Þá eru sam­legðaráhrif við Há­skóla Íslands mik­il, en skól­inn mun reisa glæsi­legt nýtt hús heil­brigðis­vís­inda­sviðs sem verður tengt rann­sókna­hús­inu. Sam­kvæmt okk­ar áætl­un­um mun nýtt rann­sókna­hús verða tekið í notk­un á ár­inu 2024 í sam­ræmi við fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ seg­ir Gunn­ar Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri NLSH, í til­kynn­ing­unni.

Opn­un til­boða verður hjá Rík­is­kaup­um þann 11. júní næst­kom­andi.

Rann­sókna­húsið er einn hluti af Hring­braut­ar­verk­efn­inu og er stærð húss­ins 15.550 m².

Öll rann­sókn­ar­starf­semi á ein­um stað

Í rann­sókna­húsi Nýs Land­spít­ala mun öll rann­sókn­a­starf­semi spít­al­ans sam­ein­ast á einn stað. Starf­sein­ing­ar í rann­sókna­húsi verða meina­fræði, rann­sókna­kjarni, klín­ísk líf­efna­fræði og blóðmeina­fræði, frumu­rækt­un­ar­kjarni, frumumeðhöndl­un, erfða – og sam­einda­lækn­is­fræði, ónæm­is­fræði, rann­sókna­stofa í gigtsjúk­dóm­um og sýkla og veiru­fræði.  Einnig mun starf­semi Blóðbanka flytj­ast í nýtt rann­sókna­hús.

Sjálf­virk flutn­ings­kerfi og þyrlupall­ur

Rann­sókna­húsið teng­ist meðferðar­kjarna og öðrum bygg­ing­um spít­al­ans með sér­stök­um sjálf­virk­um flutn­ings­kerf­um, einnig með tengigöng­um og tengi­brúm. Á hús­inu verður einnig þyrlupall­ur sem tengd­ur er meðferðar­kjarn­an­um

Myndaniðurstaða fyrir rannsóknarhús landspítali

Fleira áhugavert: