Veldur bergbrot jarðskjálfta?

Heimild: 

.

Nóvember 2010

Heim­ila að berg­brot hefj­ist á ný

Berg­brot (e. frack­ing) til að vinna leir­steinsgas hef­ur nú verið heim­ilað á ný í Bretlandi, í fyrsta skipti frá því að slík vinnsla var bönnuð árið 2011 vegna vís­bend­inga um að hún gæti ollið jarðskjálft­um. Var það dóm­ari í hæsta­rétti Lancashire sem úr­sk­urðaði að vinnsla geti haf­ist.

Berg­brot fer þannig fram að vatni, sandi og ýms­um efn­um er dælt ofan í leir­steins­lög með mikl­um þrýst­ingi. Þannig er bergið í kring­um bor­leiðslurn­ar sprengt og gas sem fast er inni í berg­inu losn­ar.

Mót­mæl­end­ur við vinnslu­svæði Cua­drilla í suður­hluta Eng­lands. Mynd úr safni. AFP

Árið 2014 varaði þáver­andi aðal­vís­indaráðgjafi bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar var­ar við því að berg­brot gæti verið eins hættu­legt og tób­ak og asbest. Menn hafi verið of fljót­ir á sér að til­einka sér þessa nýju tækni sem gæti síðan reynst hafa al­var­leg áhrif á nátt­úr­una og heilsu fólks.

BBC seg­ir jarðvinnslu­fyr­ir­tækið Cua­drilla nú vera með tvær nýj­ar bor­hol­ur í Lancashire, auk fyrri vinnslu.

Bob Denn­ett, sem er einn bar­áttu­mann­anna gegn vinnsl­unni, full­yrti fyr­ir hæsta­rétti að sveita­stjórn­völd í Lancahsire hefðu ekki látið vinna ít­ar­legt ör­ygg­is­mat. Dóm­ar­inn Sup­p­er­st­one sagði hins veg­ar „eng­ar sann­an­ir“ styðja þá full­yrðingu.

„Kröfu­haf­inn verður fyrst að sýna fram á að hér sé al­var­legt mál sem verði að skoða. Ég er þeirr­ar skoðunar að kröfu­haf­inn kemst ekki yfir þessa fyrstu hindr­un,“ sagði dóm­ar­inn

Þá hafnaði hann því að dóms­skoðun yrði fram­kvæmd á ör­ygg­is­áætl­un sveita­stjórn­valda varðandi svæðið.

Fleira áhugavert: