CRI í Kína – Skilvirk metanólverksmiðja

Grein/Linkur: Ein skilvirkasta verksmiðja heims

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild: 

.

Ný metanólverksmiðja kínverska efnaframleiðandans Jiangsu Sailboat Petrochemical.

.

Október 2023

Ein skilvirkasta verksmiðja heims

Kín­verski efna­fram­leiðand­inn Jiangsu Sail­boat Petrochemical, JSP, dótt­ur­fyr­ir­tæki Sheng­hong Petrochemicals, eins stærsta fyr­ir­tæk­is í Jiangsu-héraði á aust­ur­strönd Kína, hef­ur gang­sett met­anól­verk­smiðju sem knú­in er með tækni frá ís­lenska há­tæknifyr­ir­tæk­inu Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal (CRI).

Verk­smiðjan er að sögn Bjark­ar Kristjáns­dótt­ur, for­stjóra CRI, ein sú skil­virk­asta í heimi. Björk seg­ir að ár­lega geti verk­smiðjan end­ur­nýtt 150.000 tonn af kolt­ví­sýr­ingi úr rekstri JSP.

Fram­leiðslu­tækn­in er byggð á ís­lensku hug­viti og hef­ur verið sann­reynd og prófuð í verk­smiðju CRI í Svartsengi síðan árið 2012 að sögn Bjark­ar.

Hún seg­ir að verk­smiðjan sé sú önn­ur tals­ins utan Íslands sem not­fær­ir sér tækni CRI. „Eft­ir að hafa þróað tækn­ina hér heima fór­um við í út­flutn­ing árið 2020 og gang­sett­um fyrstu verk­smiðjuna í Kína árið 2022 fyr­ir verk­smiðju­eig­and­ann Shunli. Nú hef­ur önn­ur verk­smiðja bæst við,“ seg­ir Björk.

Hlut­verk CRI í ferl­inu er að veita leyfi fyr­ir notk­un tækn­inn­ar og af­henda búnað. „Við lát­um þeim í té verk­fræðihönn­un, leyfi, hvarfa­kút og efna­hvata. Und­ir lok verk­efn­is­ins mæt­ir teymi frá okk­ur á staðinn til að þjálfa rekstr­araðila og styðja við gang­setn­ing­una.“

Fleira áhugavert: