Hólmganga – 380/450 Km drægni

Heimild:

.

Janúar 2019

Stofnað var til óvenju­legs ein­víg­is á raf­einda­tækja­sýn­ing­unni í Las Vegas (CES) í síðustu viku. Á þess­ari sýn­ingu, sem sner­ist árum sam­an fyrst og fremst um heim­ilis­tæki, kynntu Hyundai og Nis­s­an nýj­ar raf­bíla­út­gáf­ur og stefn­ir í harða sam­keppni þeirra um hylli neyt­enda.

Hyundai varð fyrri til og frum­sýndi sl. haust rafút­gáfu mód­els­ins Kona sem kynnt var til sög­unn­ar með 450 km drægi. Því svaraði Nis­s­an í Las Vegas með nýrri út­gáfu af Leaf, Leaf e+, en hið op­in­bera heiti er þó Nis­s­an Leaf 3.Zero e+ Lim­ited Ed­iti­on. Er sá bíll gef­in upp með 385 km drægi.

Mik­il­vægi þess­ara at­b­urða er að þeir staðfesta áfram­hald­andi þróun raf­geym­a­tækn­inn­ar sem von­ast er til að upp­ræti á end­an­um dræg­is­fælni neyt­enda og stuðli að vax­andi kaup­um á raf­bíl­um. Rann­sókn­ir sýna að vatna­skil muni verða þegar drægi raf­bíla nær 500 kíló­metr­um. Þegar því stigi verði náð muni flest­ir skoða raf­bíla­kaup al­var­lega.

Leaf e+ verður flagg­skip Leaf-bíl­anna. Verður hann með nýj­um 62 kíló­vatt­stunda geymi sem er 22 kWh stærri en 40 kWh staðal­geym­ir­inn. Þá hef­ur raf­mótor­inn verið upp­færður til að stuðla að enn frek­ara drægi.

Til sam­an­b­urðar er raf­geym­ir Hyundai Kona 64 kíló­vatt­stunda og upp­gefið er að raf­mótor­inn skili 201 hestafli til hjól­anna.

Nis­s­an hleypti líka af stokk­um í síðustu viku öðru 3.Zero mód­eli sem er aflm­inna en e+ mód­elið. Báðir byggj­ast þess­ir bíl­ar á frum­herja annarr­ar kyn­slóðar raf­bíls­ins Leaf sem kom á göt­una 2017. Þeir hafa þó verið veru­lega upp­færðir til að rétt­læta hærri stöðu þeirra í Leaf-fjöl­skyld­unni.

Afl­rás e+ út­gáf­unn­ar með 62 kíló­vatt­stunda geymi mun bjóða upp á 160 kíló­vatta afl og 340 Nm upp­tak.

Raf­bíll­inn Kona er tek­inn til við að sanka að sér viður­kenn­ing­um. Breska bíla­blaðið Auto Express út­nefnd bíl­inn ný­verið sem viðráðal­eg­ustu raf­bíla­kaup­in. Stór og öfl­ug­ur raf­geym­ir bíls­ins er á góðri leið með að út­rýma dræg­is­fælni. Stór far­ang­urs­geymsla og pláss­gott inn­an­rými ger­ir hann að val­kosti sem fjöl­skyldu­bíl. Allt þykir nú stefna í harða sam­keppni Kona og Leaf.

Fleira áhugavert: