Kína – 2,2 Milljónir með hitaveitu, kolefnislaust árið 2060

Grein/Linkur:  Hitaveita fyrir milljónir í Kína í samstarfi við Ísland

Höfundur: Ólöf Rún Skúladóttir RUV

Heimild:

.

.

Nóvember 2021

Hitaveita fyrir milljónir í Kína í samstarfi við Ísland

Kínverjar hafa nú hitaveitu sem er fimm til sex sinnum stærri en Orkuveita Reykjavíkur . Samstarf við Íslendinga hefur leitt til þessa að sögn tækniráðgjafa Arctic Green Energy sem starfar í Kína með heimamönnum. Breytingin hefur orðið á um sextán árum.

Mynd: EPA

Um  2,2 milljónir Kínverja hafa nú hitaveitu í híbýlum sínum sem orðið hefur að veruleika fyrir samvinnu Íslendinga og Kínverja. Samstarf þjóðanna hefur leitt til þess að hitaveita hefur hafið innreið sína í Kína af fullum krafti.

Koltvísýringslosunin sem sparast með tilstilli jarðvarmahitunar húsa í Kína er  3,5 milljónir tonna að sögn Páls Valdimarssonar tækniráðgjafa Arctic green Energy.

Hann segir jarðhitanotkun í Kína eiga sér langa og skemmtilega sögu Upphafið megi rekja til 2005 þegar fyrirtækið Enex tengdi tvær skólabyggingar í Síal í  Kína við borholur. Sameignarfyrirtæki varð til utan um hitaveituverkefnið í Eigu Enex og Zenopec risaríkisolíufyrirtækis í Kína. Hrunið gerði skráveifu og eftir þann umbrotatíma eignuðust íslenskir fjárfestar hehlut í verkefninu og heitir fyrirtækið sem vinnur með Kínverjum, Arctic green Energy.

Páll segir kínversku hitaveituna orðna umfangsmikla.
„Þetta er orðið stórt og þá er ég að segja það búa margir í Kína. Og svona hlutir verða stórir. Í dag eru hitaðar 60 milljónir fermetra í jarðhitaverkefnum og á vegum Arctic Green og á þessum 60 milljónum fermetrum húsnæðis búa 2,2 milljónir íbúa.“

Íslendingar hafi gert sér grein fyrir að unnt væri að leggja hitaveitu á einfaldan máta í Kína.
„Út úr þessu hefur þróast hitunartækni í húsunum með því að nota gólfhita og  nota einfaldar lausnir sem gerir það að verkum að húsin þurfa bara 52 til 55 gráður celsíus hita á vatnið. Þannig að við erum að keyra þetta á miklu lægra hitastigi en við gerum.“

Þetta gerir það að verkum að unnt er að nýta tiltölulega lítinn jarðhita með góðum árangri. Páll segir Kínverja hafa þróað þessa aðferð áfram með góðum árangri. Verkefnið muni halda áfram að vaxa.

„Þeir eru að tala um kolefnislaust Kína árið 2060. Þeir eru að meina það og þeir munu gera það.“

Fleira áhugavert: