Landsvirkjun – Arðsemi

Heimild: 

.

Nóvember 2011

Ketill Sigurjónsson

KetillArðsemi Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur tekið upp þá ánægjulegu nýbreytni að kynna stefnu sína og helstu áhersluatriðin í starfsemi fyrirtækisins á opinberum vettvang. Bæði í tengslum við ársfundi fyrirtækisins og með sérstökum fundum þess á milli.

Nóvember 2011 fór fram haustfundur Landsvirkjunar fyrir fullu húsi í stórum sal í Hörpunni. Þar var einkum fjallað um arðsemi fyrirtækisins, með sérstakri áherslu á Kárahnjúkavirkjun, og mikilvægi þess að arðsemin aukist.

LV-HA-Ardsemi-2

Smella á myndir til að stækka

Það vakti athygli margra fundargesta og ekki síður fjölmiðla að skv. erindi Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, hefur arðsemi Landsvirkjunar í gegnum tíðina verið afar lágOg eigandi fyrirtækisins hefur notið sáralítilla arðgreiðslna. Verulegan hluta tímabilsins frá því Landsvirkjun var stofnuð, árið 1965, hefur arðsemin beinlínis verið neikvæð (sbr. grafið hér að ofan, sem er úr kynningu Harðar og má nálgast á vef Landsvirkjunar).

Það var reyndar svo að mest allan þennan tíma var varla raunhæft að raforkuvinnsla Landsvirkjunar skilaði miklum arði. Raforkuverð í heiminum var lágt, kaupendur íslensku raforkunnar voru fyrst og fremst álbræðslur og önnur stóriðja (sem beinlínis þrífst á mjög lágu orkuverði) og lítil samkeppni var um íslensku raforkuna.

CRU-Aluminium Industry-Report-2010-1Það er aftur á móti umhugsunarefni að munurinn á orkuverði til stóriðju á Íslandi og erlendis virðist hafa aukist talsvert um og upp úr aldamótunum. Árið 2000 tók raforkuverð til nýrra álvera í heiminum almennt að hækka. Í þessu sambandi má vísa til skýrslna ráðgjafafyrirtækisins CRU, sem sýna þetta svart á hvítu (sbr. glæran hér til hliðar). Á sama tíma sat raforkuverðið til álveranna á Íslandi eftir – og er í dag ennþá á sömu slóðum og var fyrir meira en áratug.

Það var einmitt á þessum árum (skömmu fyrir og í kringum aldamótin) sem Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka sömdu um raforkusölu til álvers Norðuráls í Hvalfirði. Orkubloggarinn hefur reyndar ítrekað heyrt að þar hafi umrædd fyrirtæki hreinlega undirboðið Landsvirkjun – sem alls ekki virðist fjarri lagi þegar afkoma þessara fyrirtækja er borin saman. Þarna slógu litlu stóru orkufyriryrtækin tón sem varð a.m.k. ekki til að styrkja samningsstöðu Landsvirkjunar.

Skömmu síðar kom svo að risasamningi Landsvirkjunar við Alcoa. Þar bættist við gífurlegur pólítískur þrýstingur frá þáverandi ríkisstjórn um að ná samningum. Það eitt og sér kann að hafa veikt samningsstöðu Landsvirkjunar verulega og gæti verið meginástæða þess að ekki náðist að semja um hærra raforkuverð.

Karahnjukar-lagoon-nightForstjóri Landsvirkjunar tók reyndar skýrt fram í erindi sínu að þarna hafi menn gert eins vel og þeir gátu á þeim tíma (þ.e. starfsfólk Landsvirkjunar). En forstjórinn nefndi það sérstaklega að raforkuverðið frá Kárahnjúkavirkjun væri of lágt – og ávinningur þjóðarinnar af virkjuninni væri óverulegur.

Í þessu sambandi má nefna að áður en samið var við Alcoa, þá hafði Norsk Hydro verið að skoða byggingu álvers á Reyðarfirði. En Norsk Hydro lagði þau áform til hliðar eftir að hafa ráðist í aðrar stórar fjárfestingar og taldi sér einfaldlega ekki unnt að bæta enn einu nýju og stóru álveri við að svo stöddu. Af nýlegum samtölum Orkubloggarans við tvo framkvæmdastjóra hjá Norsk Hydro virðist sem menn þar á bæ séu enn að skæla yfir því, að hafa ekki stokkið á byggingu álbræðslunnar á Íslandi. Að þeirra sögn mun jafn hagstæður raforkusölusamningur, eins og bauðst þá á Íslandi, aldrei bjóðast aftur í hinum vestræna heimi.

LV-HA-Ardsemi-3Það er svo sem auðvelt bæði fyrir Orkubloggarann og Norsk Hydro að vera vitur eftir á. Það er aftur á móti óumdeilanlegt að arðsemi Landsvirkjunar af Kárahnjúkavirkjun hefur enn sem komið er verið talsvert frá upphaflegum væntingum. Nú er bara að vona að álverð hækki brátt á ný (raforkuverðið til Alcoa er tengt álverði) og að vaxtakjör verði hógvær (vegna endurfjármögnunar lána). Að öðrum kosti mun Kárahnjúkavirkjun seint skila þeirri auðlindarentu til þjóðarinnar sem vænta mætti af þeirri miklu náttúruauðlind sem jökulárnar þarna eru.

Í stefnumótun sinni undanfarið hefur Landsvirkjun lagt mikla áherslu á að auka þurfi arðsemi fyrirtækisins. Þar er m.a. litið til þess að ná fram hækkunum á raforkuverði til núverandi stóriðju (jafnóðum og samningar losna eða endurskoðunarákvæði verða virk). Einnig hefur Landsvirkjun kynnt að í nýjum raforkusölusamningum verði miðað við verulega hærra verð en verið hefur fram til þessa.

CRU-Aluminium Industry-Report-2010-2Í dag er raforkuverðið til stóriðjunnar hér líklega nálægt 25 USD pr. hverja MWst (verðið frá Kárahnjúkavirkjun á síðasta ári var að meðaltali um 27 USD/MWst). Á haustfundinum kynnti Landsvirkjun að í dag bjóði fyrirtækið 12 ára raforkusamninga á 43 USD/MWst. Slíkur samningur fæli það bersýnilega í sér að þá myndi Landsvirkjun hagnast vel af raforkusölunni.

Sumum kann að finnast 43 USD/MWst hljóma sem ansið stórt stökk frá þeim 25-27 USD sem virkjanir Landsvirkjunar eru almennt að skila. En sennilega þurfa næstu virkjanir Landsvirkjunar a.m.k. 30-35 USD/MWst til að fjárfestingin sé réttlætanleg út frá arðsmissjónarmiðum. Nýlegur raforkusölusamningur Landsvirkjunar við Rio Tinto Alcan vegna stækkunar álversins í Straumsvík kann einmitt að hafa verið á þessum nótum. Þ.e. um eða rétt yfir 30 USD/MWst. Það mun einmitt vera algengt orkuverð í raforkusölusamningum vegna stækkunar álvera í heiminum í dag (sbr. glæran frá CRU hér að ofan).

LV-MB-nov-2011-1Til að skila góðri arðsemi til framtíðar þurfa raforkusölusamningar Landsvirkjunar vegna nýrra virkjana því að vera ansið mikið hærri en verið hefur hjá fyrirtækinu til þessa. Stefna Landsvirkjunar er að hækka arðsemi fyrirtækisins með því að raforkuverðið hér hækki í átt til þess sem gerist á raforkumörkuðum í Evrópu. En að verðið hér verði þó talsvert lægra en í Evrópu. Miklar hækkanir hafa orðið á síðustu árum á evprópskum taforkumörkuðum. Þess vegna er nú svigrúm til að hækka raforkuverð hér verulega OG um leið bjóða mjög samkeppnishæft verð m.v. Evrópu.

Þetta svigrúm ætti að nýtast til að laða hingað ýmis iðnfyrirtæki og þá sérstaklega þau sem kjósa nálægð við Evrópumarkaði. Þar að auki álítur Landsvirkjun mögulegt að raforkuverð í Evrópu eigi enn eftir að hækka mikið á næstu árum. Sem gefi Landsvirkjun enn meiri tækifæri til aukinnar arðsemi í framtiðinni.

lv-ha-2011-verd-01.pngÍ kynningum sínum um þróun raforkuverðs í Evrópu næstu árin og áratugina hefur Landsvirkjun birt spá frá finnska verkfræði- og ráðgjafafyrirtækinu Pöyry, sbr. grafið hér til hliðar (þessi glæra er úr kynningu Landsvirkjunar frá því í vor). Pövry gerir ráð fyrir að raforkuverð í Evrópu muni hækka mjög mikið – og Landsvirkjun sér tækifæri í þeirri þróun. Neðsta línan á grafinu sýnir hvernig Landsvirkjun sér möguleika á því að meðalverð á raforku sem Landsvirkjun framleiðir hækki í takt við verðþróunina í Evrópu, en verði um leið áfram talsvert miklu lægra en í Evrópu (sem líklega er nauðsynlegt til að draga raforkukaupendur til Íslands).

Skv. grafinu er algengt heildsöluverð á raforku til iðnaðar í Evrópu nú um 60 USD/MWst. Það er vel að merkja langtum hærra verð en álver almennt ráða við að greiða og þess vegna ekki skrítið að álbræðslum í Evrópu fer fækkandi. Pöyry álítur að árið 2025 verði raforkuverðið komið í 90-100 USD að núvirði. Ef íslenskt heildsöluverð á raforku yrði þá um 40% lægra en í V-Evrópu, yrði það um 50-60 USD/MWst að núvirði. Það myndi merkja að verðið hér yrði líklega um 20-25 USD umfram kostnaðarverð pr. MWst.

LV-HA-2011-virkjanir-04-2Það eru slíkar spár sem einkum réttlæta þá framtíðarsýn að raforkuframleiðsla Landsvirkjunar geti skilað gríðarlegri arðsemi til framtíðar. Þ.e. að síhækkandi raforkuverð í Evrópu muni styrkja samkeppnisstöðu Landsvirkjunar og gera það að verkum að veruleg eftirspurn verði eftir raforku fyrirtækisins á verði sem nemi allt að 60-70 USD/MWst árið 2025 (þ.e. hæsta verðið, en einnig væri boðið upp á mun lægri verð til stærstu kaupendanna). Þá yrði algengur hreinn hagnaður af hverri seldri MWst á bilinu 20-25 USD og í einhverjum tilvikum ennþá meiri.

Þetta myndi auka arðsemi Landsvirkjunar mjög. En þessar áætlanir eru auðvitað alls ekki í hendi. Það er t.a.m. óvíst hvort spár um hratt hækkandi raforkuverð í Evrópu gangi eftir. Það er vissulega svo að áherslur Evrópusambandsríkjanna um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku og draga úr kolefnislosun eru líklegar til að hækka raforkuverð í Evrópu. Á móti kemur að mjög hröð uppbygging nýrra vind- og sólarorkuvera í Evrópu og aukið gasframboð (sem er líklegt vegna nýrrar gasvinnslutækni) kunna að valda offramboði á raforku eða getur a.m.k. dregið mjög úr verðhækkunum. Það verður líka að hafa í huga að ef/þegar núverandi stóriðja fer að flýja hátt raforkuverð í Evrópu í ennþá meira mæli en verið hefur, mun eftirspurn eftir raforku þar minnka talsvert. Það eitt og sér gæti orðið til þess að raforkuverð í Evrópu (þ.e. innan ESB og Noregs) hækki ekki jafn hratt eins og sumar spár gera ráð fyrir.

LV-HA-2011-verd-02Þess vegna er kannski mögulegt að enn um sinn verði það fyrst og fremst stóriðja sem lítur til Íslands sem áhugaverðar staðsetningar. En síður þau meðalstóru iðnfyrirtæki sem Landsvirkjun er bersýnilega mjög að horfa til þessa dagana.  Framtíðarsýn Landsvirkjunar er mjög áhugaverð og spennandi, en er háð margvíslegri óvissu.

Það er reyndar bersýnilegt að Landsvirkjun gerir sér fulla grein fyrir þessari óvissu. Og er þess vegna að skoða ýmsa aðra möguleika. Það var t.a.m. athyglisvert hversu rík áhersla var lögð á möguleikann á sæstreng milli Íslands og Evrópu á umræddum haustfundi. Þarna þótti Orkubloggaranum hann skynja nýjan og sterkari sæstrengstón.

LV-MB-nov-2011-2Í stað þess að segja að rafstrengurinn væri einungis áhugaverður möguleiki, eins og verið hefur á fyrri kynningarfundum Landsvirkjunar, var nú sagt að þarna gæti verið um að ræða stærsta viðskiptatækifæri fyrirtækisins. Enda væri þá unnt að selja beint inn á spot-markað í V-Evrópu, þar sem raforkuverð er almennt gríðarlega hátt.

Af þessum orðum frummælanda má hugsanlega álykta sem svo að Landsvirkjun sé farin að huga að sæstengnum af mun meiri alvöru en verið hefur. Og að byrjað sé að skoða þann áhugaverða möguleika að etv. megi ná sérstaklega hagstæðum samningum um lagningu á rafstreng vegna þeirrar úlfakreppu sem sum ESB-ríkin standa frammi fyrir – til að geta staðið við bindandi markmið sín um að stórauka hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap sínum. Þar er nærtækt að líta til Bretlands, sem augljóslega mun þurfa að kaupa gríðarmikla endurnýjanlega orku erlendis frá til að geta uppfyllt afar metnaðarfullar skyldur sínar um hlutfallslega aukningu endurnýjanlegrar orku.

LV-Island-Vindorka-styrkurVandamálið er bara að til að það verði áhugavert að leggja umræddan sæstreng, þarf sennilega að auka orkuframleiðsluna hérna ansið mikið. Það eitt að ætla að selja umframorku gegnum svona streng er varla nógu mikið til að gera hann áhugaverðan í augum Evrópu.

Í þessu sambandi er lógískt að Landsvirkjun virðist vera farin að verða mun áhugasamari um vindorku en verið hefur. Hér á landi er vindur með þeim hætti að stórar vindrafstöðvar á Íslandi kunna að geta skilað tvöfalt meiri nýtingu en gengur og gerist hjá evrópskum vindorkuverum. Og a.m.k. jafn mikilli framleiðslu (nýtingu) eins og vindrafstöðvar í sjó  gera, þ.e. vindrafstöðvar utan við strendur landa eins og Danmerkur, Hollands og/eða Bretlands (vindorkuver úti í sjó eru geysilega dýr). Því gæti mögulega verið hagkvæmt að byggja hér stór vindorkuver á landi og um leið leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu.

Þess vegna er ekki útilokað að það styttist í að við munum sjá stór vindorkuver rísa á Íslandi. Á haustfundinum kom fram að Landsvirkjun álítur íslensk vindorkuver verða orðin samkeppnisfær við vatnsafl eftir áratug. Ef slíkar spár ganga eftir má hugsa sér tugi eða jafnvel hundruði turna – hver með 5 MW túrbínu – standa keika í hópum við suðurströnd Íslands. T.d. nálægt og útfrá Skaftarósi og á flatlendinu í Meðallandi. Skv. vindkortinu sem Landsvirkjun sýndi á haustfundinum eru þær slóðir einmitt ákjósanlegar til að nýta vindorku.

Skaftaros-1En hvað sem líður þróun raforkuverðs í Evrópu og staðsetningu íslenskra vindorkuvera, þá blasa ýmis spennandi tækifæri við íslenska orkugeiranum. Landsvirkjun er bersýnilega að kalla eftir umræðu – bæði í þjóðfélaginu og meðal stjórnmálamanna – um mikilvægi orkuauðlinda Íslands. Um leið má segja að Landsvirkjun sé að benda á mikilvægi þess að stjórnvöld hér hugsi fram í tímann. Ekki ósvipað og Norðmenn gerðu á tíunda áratug liðinnar aldar, áður en frjáls samkeppni var innleidd á norska raforkumarkaðnum og áður en Norðmenn tengdust Hollandi með sæstreng. Höfum í huga það sem Hörður Arnarson sagði berum orðum á haustfundinum, þegar hann ræddi mikilvægi þess að auka arðsemi í orkuframleiðslunni og hækka raforkuverðið: „Ekkert eitt verkefni mun ráða jafn miklu um lífskjör á Íslandi í framtíðinni.“

Fleira áhugavert: