Líkamin losar úrgang – Feiminismál?

Heimild:

.

Apríl 1997

Lítið eitt af feimnismálum

Eitt af því, sem fólk leggur mest upp úr á heimilinu, er baðherbergi. Því meiri, sem efnin eru, því meira er lagt í baðherbergið.

ÞAÐ er sama hve háþróuð menn veran verður, það mun ætíð verða svo að mannslíkaminn verður að fá fæðu til að sjá sér fyrir orku og efnum til eigin viðhalds og uppbyggingar, það hefur óhjákvæmilega í för með sér að líkaminn verður að losa sig við úrganginn, eftir að vinnsla hefur farið fram, í fljótandi eða föstu formi.

Eitt af því sem hver og einn leggur hvað mest upp úr á sínu heimili er baðherbergið, því meiri efni og því stærri hús því meir er lagt í baðherbergið. Hinsvegar vill nútímamaðurinn sem minnst um það vita hverju hann skilar frá sér, það er nánast feimnismál nútímans.

Í bændasamfélaginu var þetta ekki feimnismál, það var sama hvort það kom frá manni eða skepnu, allt var notað til að viðhalda hringrásinni, grösin þurftu að vaxa svo húsdýr hefðu æti og gætu gefið manninum það viðurværi sem hann þarfnaðist.

En nú er öldin önnur, þvagi og saur verður að koma út í hafsauga með ærnum kostnaði og sorpið frá heimilum og fyrirtækjum eykst stöðugt, sveitarstjórnarmönnum til sárrar mæðu. Margir sjá ekki annað ráð en brenna það með ærnum kostnaði og tilheyrandi mengun en allt er þetta ótrúlegur misskilningur og hugsunarleysi.

Öllu þessu sem hér hefur verið upp talið ætti að skila aftur til náttúrunnar, til uppgræðslu á landi sem er að fjúka út í hafsauga.

En hættum öllum predikunum og lítum á fáein atriði sem tengjast hreinlætismenningunni, sum skondin, önnur hagkvæm.

Almenningssalerni

Nauðsynlegur áningarstaður, bæði fyrir konur og karla, en oft á tíðum æði ókræsilegur.

Eitt af því sem oft setur svip sinn á slíka staði eru þvagskálar karla sem einhverntíma hafa verið gljáandi postulín en verða með árunum, vegna ýmissa efna í vökvanum sem í þær renna, eins og ryðlitar séu.

Við þessu er ráð og á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig hægt er að gera þvagskálar gljáandi fínar að nýju. Í þessu tilfelli er notað efni frá bandarísku fyrirtæki, kallast Cott Coatings og er ekki nýtt af nálinni, hefur verið notað með góðum árangri í yfir fjörutíu ár.

Þessu skylt er lævís hugmynd frá sænsku Gustavsberg-verksmiðjunum. Alkunna er hve karlmönnum gengur erfiðlega að hitta með bununni í salernisskál og sumir hitta ekki einu sinni í venjulega þvagskál.

Á nýjustu gerð þvagskála frá Gustavsberg er innbrennd lítil mynd af flugu í botninn. Þar sem þessar skálar hafa verið settar upp á fjölförnum stöðum, svo sem í flugstöðvum, hafa menn fylgst með hvaða áhrif þessi litla fluga hefði. Viti menn, hreinlætið stóreykst og færri spræna framhjá. Eins og menn bjuggust við er ekki hægt að láta það ógert að miða á kvikindið.

Image result for fly in urinal

Sérviska

Því meiri efni sem menn hafa til að eyða í húsbyggingu og þarmeð sitt ástsæla baðherbergi, því meiri sérviska.

Eitt af því sem nú færist í vöxt er að nota blöndunartæki sem líta út eins og algeng tæki fyrir hálfri öld hjá ömmu og afa. Fyrst þegar vart varð við þessa áráttu voru slík tæki ófáanleg, ekki framleidd lengur. Margir sátu því um gömul tæki, reyndu að komast yfir þau og fá þau endurnýjuð, sem sjaldnast var hægt, enda engir varahlutir fáanlegir.

Framleiðendur fundu fljótt hvaðan vindurinn blés og hófu framleiðslu á „gömlum“ blöndunartækjum sem seljast nú eins og heitar lummur. Þá er ekki verra að hreinlætistæki séu eitthvað „spes“; handlaugar og baðker úr timbri eru að verða æ vinsælli, jafnvel formuð eins og allt önnur tæki.

Fleira áhugavert: