Vindorku­fram­leiðsla – Engin sérlöggjöf, fjar­lægðarmörk

Heimild: 

.

Október 2018

Ekki er þörf á sér­lög­gjöf um vindorku­fram­leiðslu hér á landi. Þetta er niðurstaða starfs­hóps um reglu­verk vegna vindorku­vera sem hef­ur skilað um­hverf­is- og auðlindaráðherra skýrslu um málið.

Fram kem­ur einnig í niður­stöðu starfs­hóps­ins að til­efni sé til til­tek­inna breyt­inga á lög­um og regl­um.

Skýrsla hóps­ins fel­ur í sér grein­ingu á því hvort í lög­um og reglu­gerðum á sviði um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins sé fjallað með nægj­an­leg­um hætti um starf­semi vindorku­vera og fram­kvæmd­ir vegna þeirra. Grein­ing­in náði einnig til lög­gjaf­ar á mál­efna­sviði at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins hvað varðar leyf­isút­gáfu og eft­ir­lit, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Í skýrsl­unni er bent á að vindorku­starf­semi sé nýtt viðfangs­efni hér á landi og að þörf sé á auk­inni þekk­ingu þeirra sem koma að slík­um mál­um hvort sem um er að ræða ríki, sveit­ar­fé­lög eða einkaaðila

Skipu­lagslög­gjöf og lög­gjöf um mat á um­hverf­isáhrif­um taki á slík­um fram­kvæmd­um og starf­semi auk þess sem skylt sé að taka mið af ann­arri viðeig­andi lög­gjöf vegna ým­iss kon­ar áhrifa á um­hverfið af slík­um fram­kvæmd­um, svo sem á lands­lag, ferðaþjón­ustu, dýra­líf, hljóðvist o.fl.

Starf­semi og fram­kvæmd­ir vegna vindorku­vera er háð leyf­um og eft­ir­liti af hálfu hins op­in­bera eins og gild­ir um ann­ars kon­ar virkj­an­ir.

Í skýrslu starfs­hóps­ins er bent á að verk­efni stjórn­valda í Lands­skipu­lags­stefnu 2015-2026, sem felst í því að fræða og miðla upp­lýs­ing­um um skipu­lags­mál og um­hverf­is­mat vindork­u­nýt­ing­ar, muni nýt­ast sveit­ar­fé­lög­um vel við stefnu­mót­un­ar­vinnu tengdri skipu­lags­gerð. Hið sama eigi við um vinnu Skipu­lags­stofn­un­ar við end­ur­skoðun Lands­skipu­lags­stefnu 2015-2026 þar sem eitt af áherslu­mál­um ráðherra er stefna um skipu­lag vindorku með til­liti til lands­lags og að sett verði viðmið um slíka nýt­ingu, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Regl­ur um fjar­lægðarmörk

Starfs­hóp­ur­inn legg­ur áherslu á að leiðbein­ing­ar Skipu­lags­stofn­un­ar um vindork­u­nýt­ingu verði gefn­ar út sem fyrst og að stofn­un­in skoði það sam­hliða með öðrum stofn­un­um hvort þörf verði á setn­ingu reglna um fjar­lægðarmörk milli vind­mylla og annarra mann­virkja eða byggðar, m.a. með til­liti til hávaða af vind­myll­um, skugga­varps og ör­ygg­isþátta.

Fleira áhugavert: