Rafhleðsla bílastæði – 1 af 5 við atvinnuhúsnæði

Heimild: 


Desember 2018

Reglugerðardrögin voru birt á samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Tilefnið er orkuskipti í samgöngum og breytingar sem gerðar hafa verið á lögum um mannvirki og stjórnsýslu mannvirkjamála. Nú þegar eru í reglugerð ákvæði um hvernig tryggð skuli aðstaða til að hlaða rafbíla við byggingu íbúðarhúsnæðis. Engar reglur hafa hins vegar verið um að tekið sé tillit til rafbílavæðingar á bílastæðum annars konar húsnæðis. Því hefur verið heimilt að búa til stór bílastæði og bílastæðahús undanfarið án þess að þar sé boðið upp á aðstöðu til hleðslu rafbíla.

Umhverfisráðuneytið birti fyrir helgi drög að reglugerð um lágmarksfjölda bílastæða með tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla. Í þeim er kveðið á um kröfur sem gera eigi um bílastæði annarra húsa en íbúðahúsnæðis. Samkvæmt reglugerðardrögunum verður að lágmarki fimmta hvert bílastæði við atvinnuhúsnæði að bjóða upp á hleðslu rafmagnsbíla.

Fleira áhugavert: