Blöndulundur – Vindmyllur við Blönduvirkjun
Júlí 2015
Landsvirkjun hefur látið gera tillögu að tilhögun nýs virkjunarkosts sem kallaður er Blöndulundur.
Um er að ræða þyrpingu allt að 40 stórra vindmylla á neðri hluta veituleiðar Blönduvirkjunar, nokkuð innan við Blöndustöð og Gilsárlón.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að þessi áform séu enn á byrjunarreit. Ekki sé því hægt á þessu stigi að nefna neinar tímasetningar um hvenær til framkvæmda geti komið. Verkefnið eigi eftir að fara í gegnum ferli rammaáætlunar og umhverfismat og það taki sinn tíma.