Sólarorka – Desertec, kostnaður, erfiðleikar, framtíð..

Heimild: 

 

Júiní 2013

Vorhret hjá Desertec… og víðar

Ekki er langt síðan margt benti til þess að senn myndu fjöldamörg sólarorkuver spretta upp í löndunum við Miðjarðarhafið og sólarorkan verða einn helsti segull fjárfesta í orkugeiranum. En nú kunna að vera blikur þar á lofti.

Lækkandi kostnaður og mikill áhugi gaf fögur fyrirheit

Fyrir nokkrum árum blómstraði sólarokutæknin suður í Andalúsíu og víðar á Spáni, þar sem geislar sólarinnar voru byrjaðir að knýja virkjanir í orðsins fyllstu merkingu. Þar reis hvert speglaorkuverið á fætur öðru, enda nutu sólarorkufyrirtækin góðs af ríflegum fjárhagsstuðningi spænskra stjórnvalda við iðnaðinn.

CSP-Spain-Mirrors

CSP-Spain-Mirrors

Bjartsýni ríkti um hraðann vöxt. Enda er þessi speglatækni, sem þarna var svo áberandi, fremur einföld í sniðum og vel þekkt (hún nefnist á ensku Concentrated solar Power eða CSP). Sérstaklega þóttu íhvolfu speglarnir reynast vel. Þar að auki má geyma orkuna fram á kvöld með því að hita upp sérstaka saltlausn í stórum tönkum. Eftir sólarlag er sá mikli hiti notaður til að halda raforkuframleiðslunni áfram langt fram eftir dimmum kvöldunum þarna í suðri.

Áhugi stórra fyrirtækja, eins og þýska hátæknispegla-framleiðandans Schott, gaf vonir um að brátt færu stærri framleiðslueiningar í gang – sem myndi lækka kostnaðinn við speglana verulega. Það virtist hreinlega borðleggjandi að lækkandi kostnaður og stórhuga áætlanir landa Evrópusambandsins (ESB) um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku, myndi verða vatn á myllu þessarar sniðugu tækni til að láta sólina framleiða rafmagn. Framtíðin var björt.

Desertec nær eyrum margra öflugustu fyrirtækja Evrópu

Stórhuga menn settu fram áætlanir um að byggja þúsundir og jafnvel tugþúsundir MW af svona speglaorkuverum í Suður-Evrópu, löndum N-Afríku og víða í Mið- Austurlöndum. Búið var að ákveða staðsetningu fyrstu speglaorkuveranna í Marokkó og Túnis og stutt virtist í að verkefnið færi af stað.

Desertec_Siemens_Map

Desertec_Siemens_Map

Að auki sáu mörg sólbökuð Arabaríkin þetta sem sem gott tækifæri til að nýta sólarorku til að eima sjó og framleiða þannig vatn til áveitu. Að vísu var tæknin dýr, en sem fyrr segir stóðu vonir til að kostnaðurinn færi hratt lækkandi.

Stofnuð voru samtökin Desertec um að koma þessu verkefni í framkvæmd. Þýsk stórfyrirtæki voru áberandi í hópi samstarfsaðilanna þar, en einnig voru þar fjölmörg önnur evrópsk og arabísk fyrirtæki.

Síðla árs 2009 var svo sérstakt fyrirtæki sett  á laggirnar í kringum verkefnið, Desertec industrial initiative eða DII, með geysilega öflugan hlutahafahóp. Þar má nefna áðurnefnt Schott, auk SiemensEOnRWEABBDeutsche Bank,tryggingarisann Münchener Rück, spænska AbengoaMAN Solar Millennium, alsírska Cevital, þýska verkfræðirisann MW Zander og Bosch. Eins og sjá má voru þarna í hópnum mörg öflugustu fyrirtækin í evrópsku fjármála- og orkugeirunum og einnig t.d. fyrirtæki í matvælaiðnaði.

Erfiðleikar í sólarorkuiðnaðinum

Ekki minnkaði bjartsýnin þegar arabíska vorið breiddist út um N-Afríku árið 2011. Brátt yrði öll norðanverð Afríka þátttakandi í þessu græna orkuverkefni. Það myndi skapa ríkjum eins og Egyptalandi, Líbýu, Alsír, Túnis og Marokkó traustar úrflutningstekjur af raforkusölu til Evrópu. Og styrkja sambandið milli Evrópu og N-Afríku.

CSP-Schott-Siemens-receivers-duopoly

CSP-Schott-Siemens-receivers-duopoly

En spænsku orkufyrirtækin sem höfðu verið hvað áhugasömust um CSP ráku sig nú á vegg – þegar spænska ríkið dró nú snarlega úr stuðningi við þessa tegund raforkuframleiðslu vegna erfiðrar stöðu ríkissjóðs.

Ennþá verra var þó það að nú höfðu Kínverjar uppgötvað tækifærin í endurnýjanlegri orku. Ódýrar kínverskar sólarsellur (photovoltaics eða PV) flæddu yfir evrópska markaði og verð á sólarsellum snarféll. Fyrir vikið varð sólarsellu-framleiðsla margra evrópskra fyrirtækja óhagkvæm og iðnaðurinn allur þótti skyndilega óspennandi. Og svo fór að nýlega ákváðu bæði Bosch og Siemens að losa sig út úr þessum iðnaði og um leið hættu þau þátttöku í Desertec og DII.

Þetta var visst áfall fyrr Desertec og stórhuga áformin þar á bæ. Enn hefur enginn komið i stað stóru evrópsku samstarfsaðilanna sem hrukku úr skaftinu. Engu að síður eru stjórnendur Desertec vongóðir um að sólin eigi eftir að verða afar mikilvægur þáttur í raforkuframleiðslu allt umhverfis Miðjarðarhafið. Aðstöðunni nú um stundir megi líkja við vorhret; verkefnið muni vissulega ganga talsvert hægar en ráðgert hafði verið, en eigi engu að síður bjarta framtíð. Þegar sólin rennur upp á ný!

Framtíðin er alltaf óviss

Það má sem sagt segja að nú virðast skammtímahorfurnar í evrópska sólarorkuiðnaðinum nokkuð erfiðar. En menn engu að síður bjartsýnir um að til lengri tíma litið muni sólarorka eiga eftir að spjara sig vel – bæði í Evrópu og víðar um heiminn.

iceland-aluminum-industry-winter.jpg

iceland-aluminum-industry-winter

Þetta er kannski ámóta eins og viðhorfin í áliðnaðinum á Íslandi nú um stundir. Til skemmri tíma litið virðist nú ólíklegt að hér verði álframleiðsla aukin, þ.e. á næstu árum. Og sáralitlar líkur á því að nýtt álver rísi í Helguvík.

Það er meira að segja svo, að rétt eins og mörg stóru þýsku iðnfyrirtækin virðast nú hafa misst áhugann á sólarorkunni, eru talsverðar líkur á að a.m.k. eitt álfyrirtækjanna á Íslandi vilji losa sig við álverið sitt. Það er sem sagt allt eins líklegt að íslenski áliðnaðurinn upplifi brátt sviptingar í anda evrópska sólarorkakuiðnaðarins.

Fleira áhugavert: