Uppþvottavélin – Hvernig virkar vélin, á að skola leirtauið?
Hvernig virkar uppþvottavélin
Frá því að uppþvottavélar komu fyrst á sjónarsviðið hefur fólk deilt um það hvort það eigi að skola leirtauið eða setja það beint inn í uppþvottavélina. En hefur þú einhvertíma hugsað almennilega út í það hvernig tækið virkar?
Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir hvað gerist inni í uppþvottavélinni á meðan hún púlar með því markmiði að þú þurfir ekkert að gera nema að setja leirtauið aftur á sinn stað.
Ef þú ert ein/n af þeim sem þrífur ennþá leirtauið áður en þú setur það í uppþvottavélina þá eru góðar líkur á að þú hættir því alfarið eftir að hafa horft á myndskeiðið. Þar má sjá, svart á hvítu, að uppþvottavélin þín er hönnuð til að leysa upp og þrífa hina erfiðustu bletti.
Allt sem þú gerir umfram það að setja leirtauið inn í vélina þegar það er skítugt er óþarfa vinna og sóun á vatni.