Umhverfisvæn kjarnorka (IMSR)

Heimild: veggurinn

 

msr

Smella á myndir til stækka

Kanadíska fyrirtækið Terrestrial Energy tryggði sér nýlega 10 milljónir kanadadollara fjármögnun til undirbúnings fjöldaframleiðslu á umhverfisvænni kjarnorku ( Integral Molten Salt Reactor) skammstafað IMSR. Þessi tækni á að koma á markað á 2020.

Verulegur hluti af þessari fjármögnun er svökölluð Series A fjármögnun þar sem við sögu koma fag- og áhættufjárfestar. Nákvæm sundurliðun á heildarfjármögnun verkefnisins liggur ekki fyrir en nú voru tryggðir 10 milljónir Kanadadala. Hönnunarþættinum við þetta verkefni á að vera lokið á árinu 2017.

Kanadamenn eiga gríðarlega mikil svæði með svokölluðum olíusandi sem stundum hefur verið nefndur tjörusandur hérlendis, ástæðan fyrir nafngiftinni er að olían er bundin í leir og sand og er ýmist eins og þykk leðja eða grjóthörð viðkomu. Mjög mikla orku þarf til þess að vinna nýtanlega olíu úr þessum sandi. Orkukostnaður hefur því komið í veg fyrir að það sé hagkvæmt að stunda þessa vinnslu.
Tilkoma IMSR tækninnar mun breyta þessari mynd algerlega og nú sjá menn nú ný tækifæri opnast. Talið er að Kanadamenn geti með þessari tækni unnið um 2 billjónir tunna af olíu úr sandinum.

Imsr

IMSR 25 er ekki stærri en djúpur heitur pottur

IMRS umhverfisvæn kjarnorkuver eru mjög hagkvæm bæði hvað varðar stærð, þau eru einstaklega lítil og meðfærileg og svo er orka framleidd með þessari tækni mjög ódýr í samanburði við annað á markaði. Stærðin á þessum verum er mjög athygliverð. Þannig er gert ráð fyrir að framleidd verði útgáfa sem er 60MW í hitaorku eða 25MW í raforku. Samkvæmt frumhönnun er stærðin á þessu orkuveri svona álíka og djúpur heitur pottur (sjá mynd og samanburð við VW bjöllu). Þetta tryggir að þessi orkuver verður hægt að flytja þangað sem þörfin fyrir orkuna er.

Samkvæmt útreikningum sem birtir hafa verið er gert ráð fyrir að verðið fyrir orkuna úr IMRS  verði 8,6 kanadadollarar á hverja megawattsstund. Þetta orkuverð og það hversu auðvellt er að flytja orkuframleiðsluna þangað sem þörfin er (engar háspennulínur eða jarðstrengir) gerir það mögulegt að vinna olíusandinn á hagkvæman hátt jafnvel þó að heimsmarkaðsverð á olíumörkuðum fari talsvert niðurfyrir 30 dali á hverja tunnu.  Þetta er ein af ástæðum þess að orkuverð í heiminum mun halda áfram að haldast lágt, langt inn í framtíðina.

Fleira áhugavert: