Hitaveitukostnaður, sagan – 90 þ.kr. Egilstöðum, 240 þ.kr. Rarik dreifbýli

Grein/Linkur:  HAGSTÆÐAST AÐ KYNDA HÚS Á EGILSSTÖÐUM

Höfundur: Kristín Sigurðardóttir  RÚV

Heimild:

.

.

Nóvember 2018

Hagstæðast að kynda hús á Egilsstöðum

Hagstæðast er að kynda hús á Egilsstöðum en óhagstæðast í dreifbýli hjá RARIK. Munurinn er rúmar 150 þúsund krónur á ári. Um níu prósent landsmanna notar rafhitun og það myndi kosta ríkið 770 milljón krónur á ári ef lækka ætti húshitunarkostnað þeirra til jafns við það sem ódýrast gerist.

Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn Ingibjargar Þórðardóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Hún spurði um kostnað við húshitun, útbreiðslu rafhitunar og hversu mikið myndi kosta að niðurgreiða rafhitun svo hún kosti ekki meira en kynding í helsta þéttbýli hvers landshluta.

Ef miðað er við 180 fermetra einbýlishús er húshitunin dýrust í dreifbýli hjá RARIK þar sem hún kostar 247 þúsund krónur á ári, hún kostar litlu minna, 240 þúsund, í dreifbýli hjá Orkuveitu Vestfjarða. Ódýrust er kyndingin á Egilsstöðum, þar sem hún kostar 94 þúsund krónur á ári, og Selfossi, 102 þúsund.

Rafhitunarkostnaður lækkaði talsvert fyrir tveimur árum þegar dreifing og flutningur raforku til húshitunar var niðurgreiddur að fullu. Ef ríkið hygðist niðurgreiða rafhitun þannig að kostnaður við hana yrði sambærilegur við kyndinguna á veitusvæði Reykjavíkur, Akureyrar, Egilsstaða og Selfoss, myndi slíkt kosta 770 milljónir á ári.

.

Fleira áhugavert: