Uppþvottavél – Raðar þú rétt?

Heimild:

.

Skít­ug­ir pott­ar skulu vera fyr­ir miðju neðri grind­ar­inn­ar til að fá besta þvott­inn. mbl.is/​The Home Depot

Maí 2019

Slá­andi staðreynd­ir um uppþvotta­vél­ina þína

Alltaf lær­ir maður eitt­hvað nýtt! Það eru ótal aðferðir og ráð um hvernig eigi til dæm­is að raða í uppþvotta­vél­ina en skít­ug­ir pott­ar eiga heima fyr­ir miðju svo eitt­hvað sé nefnt. Hér er sam­an­tekt á því helsta sem þrif­spek­úl­ant­ar eru að ræða í heim­in­um í dag.

Svona raðar þú í vél­ina:
Plast­dót og gler á alltaf að vera í efri hillu vél­ar­inn­ar til að minnka hætt­una á að plastið bráðni og glerið verði blett­ótt.

Best er að setja skít­uga potta í neðri hill­una og fyr­ir miðju því stund­um nær ekki snún­ings­spaðinn í vél­inni að vinna út í öll horn­in og þá er þetta lausn­in sem virk­ar best.

Snúið öll­um skál­um og glös­um á hvolf til að skít­ugt vatn liggi ekki í leirtauinu. Og passið að raða ekki mikið ofan á hvort annað svo að vatn og sápa nái að fara á milli og þvo allt sem best.

Þegar vél­in hef­ur lokið vinnu sinni er best að opna hana sem fyrst og leyfa guf­unni að leika út – þannig þorn­ar leirtauið hraðar.

3-in-1
Ef þú ert að nota töfl­ur sem kall­ast 3-in-1 (multi tab) þá er mun skyn­sam­legra að setja töfl­una á botn­inn á vél­inni en ekki í litla töflu­hólfið. Þess­ar töfl­ur eru hannaðar fyr­ir forþvott en marg­ar af uppþvotta­vél­un­um eru það ekki og því opn­ast töflu­hólfið ekki fyrr en aðalþvott­ur­inn byrj­ar og þá er 1/​3 af töfl­unni ekki bú­inn að skila sínu.

Þú átt ekki að þurfa skola leirtauið þitt vel áður en það fer í vél­ina því hreinsi­tafl­an á að sjá um um sitt. En ef þér finnst disk­arn­ir ekki vera koma nógu hrein­ir út er spurn­ing hvort þú þurf­ir ekki að skoða sí­una eitt­hvað bet­ur – það er mjög mik­il­vægt að þrífa hana reglu­lega til að vél­in nái að vinna sitt verk.

Hlut­ir sem eiga ekki heima í uppþvotta­vél­inni

  • Trés­leif­ar og eld­húsáhöld með tréhand­föng­um.
  • Pott­ar og pönn­ur með teflon áferð.
  • Kop­ar boll­ar og áldós­ir.
  • Fín­ir beitt­ir hníf­ar.

Ef vél­in þín er ekki gerð fyr­ir 3-in-1 töfl­ur, þá ber að leggja hana á botn­inn á vél­inni í stað þess að setja hana í litla hólfið. mbl.is/​Choice Austr­alia

Fleira áhugavert: