Lagnamál – Framtíðarsýn 1998..

Heimild: 

 

Ágúst 1998

Framtíðarsýn í lagnamálum

Samorka hélt 2 daga ráðstefnu haustið 1998 . Þar varr rætt um hið mikilvæga mál, lagnir og val á lagnaefnum. 

Samorku „logo“ fram að 2017 

VIÐ eigum við margskonar vandamál að stríða í lagnamálum, sum þeirra er ekki auðvelt að útskýra, önnur eru heimatilbúin og óþörf. Ryðlitur á köldu vatni er vandamál víða um land, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Margskonar kenningar eru á lofti um hver orsökin sé en engin þeirra hefur unnið sigur, líklega er ekki um neina eina orsök að ræða. Hitt er vitað að ryðlitur kemur engöngu á vatnið þar sem notuð eru galvananiseruð stálrör í kaldavatnslagnir. Hvert árið af öðru líður án þes að tekið sé á þessum vanda, en þá má spyrja hvað er til ráða?

Aðeins einn aðili hefur tekið skýra afstöðu, en á síðasta ári gerði Félag pípulagningameistara ákveðna samþykkt þar sem skorað var á byggingaryfirvöld að taka það alvarlega til athugunar að stöðva með öllu notkun á fyrrnefndum rörum til nota í neysluvatnslagnir á höfuðborgarsvæðinu. Víða í kerfinu brugðust menn illa við þessari samþykkt, enda er það oft svo að það virðist vera eitur í beinum margra að tekin sé ákveðin afstaða eða kveðið sterkt að orði, hálfvelgjan sé áhættuminnst.

Ráðstefna um lagnir og val á lagnaefnum

Það er fagnaðarefni að Samorka ætlar að halda tveggja daga ráðstefnu um þetta mikilvæga mál, lagnir og val á lagnaefnum, í byrjun október nk. Það er ekki úr vegi að svara þeirri spurningu hvað sé Samorka, ekki víst að allir séu með á nótunum.

Myndaniðurstaða fyrir logo samorku

Samorku „logo“ eftir 2017 

Samorka er samtök allra hitaveitna, vatnsveitna og rafmagnsveitna á landinu svo þarna er á ferðinni aðili sem er með æði sterkt bakland og hefur bæði hagsmuna að gæta og skyldur til að takast á við þau vandamál, sem skapast af vali á lagnaefni, ekki síst röngu vali og ríkjandi tregðu og íhaldssemi sem ekki síst er til hjá þeim sem stýra þessum nauðsynlegu veitukerfum.

Aldrei er hægt að vita hvað kemur út úr svona ráðstefnu, margar slíkar deyja um leið og þeim er slitið, en aðrar hafa áhrif lengi eftir að þeim er lokið. Eitt af því sem þarna verður tekið á er hvaða kosti við eigum í lagnaefnum. Lengi hefur þetta verið ósköp einfalt mál, við höfum notað svört stálrör í hitalögnina en galvaniseruð stálrör í neysluvatnslögnina, bæði fyrir heitt og kalt vatn. Svo hafa komið tímabil þar sem eirrör (koparrör) voru mjög vinsæl með heldur óskemmtilegri reynslu hér á höfuðborgarsvæðinu, en annars staðar á landinu hefur reynsla af eirrörum verið góð.

Svo kemur hin stóra fjölskylda plastefna, þaðan koma margir og miklir möguleikar við val á lagnaefni. Hérlendis erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar, ekki síst vegna valdsmannslegrar íhaldssemi embættismanna og sofandaháttar fagmanna.

Í aldarfjórðung hafa pex-plaströr verið mikið notuð til neysluvatnslagna í Vestur-Evrópu og í Norður- Ameríku en hér hafa nokkrir framsæknir lagnamenn „stolist“ til að nota þau og þeim er það að þakka að þessi tegund plaströra hefur fengið jafnlanga reynslu og í nágrannalöndunum, en við íslenskar aðstæður. Það er einmitt þessi reynsla sem nú virðist vera að opna möguleika á notkun þessa ágæta lagnaefnis.

Fyrir kalt vatn hefur í áravís staðið til boða að nota polypropen plaströr til kaldavatnslagna og raunar einnig til heitavatnslagna, framleidd eru víða vatnslagnakerfi, rörin í 6 m stöngum og fullkomið úrval tengistykkja, rör og tengi soðin saman með rafhituðum tækjum.

Margir af þeim sem nú bölsótast yfir ryðlit af kalda vatninu gætu prísað sig sæla í dag ef þeir hefðu mátt nota þetta lagnaefni á sínum tíma og ef fagmenn og seljendur hefðu verið ákveðnari í að kynna byggjendumm nýja möguleika. Ryðfrítt stál er að aukast í neysluvatnslögnum, þetta er efni sem flestir þekkja og vita hvaða eiginleika hefur, hver og einn getur litið á eldhúsvaskinn, hann er næsta örugglega úr ryðfríu stáli.

Nú eru „samlokurörin“ að koma inn í landið, þó eru plaströr að innan og plaströr að utan en á milli þessar tveggja plaströra er rör úr áli. Tæpast er vafi á því að þessi rör verði talsvert notuð í framtíðinni hérlendis, ef ekki verður lagður steinn í götu þeirra.

En aftur að ráðstefnu

Hún er vissulega yfirgripsmikil og auk þess að ræða um ný og gömul lagnaefni, kosti þeirra og galla, verður rætt um vatnstjón á Íslandi, um tæringu og tæringarvalda á rörum, plastlagnir og plastefni og auðvitað verður rætt um nýju byggingarreglugerðina sem tók gildi 1. júlí sl. Þá verður rætt um flokkun á hitaveituvatni og ferskvatni og þá kemur eflaust í ljós hve ótrúlega ólíkt vatnið er frá einum stað til annars, fjölbreytnin er eflaust meiri en margur hyggur.

RÉTT val á lagnaefni getur ráðið því hvort gæðavatn kemst óskaddað á leiðarenda.

Fleira áhugavert: