Fljúgandi samgöngur – Gatnakerfið sprungið

Heimild: 

 

Júní 2017

Tengd myndFlugvélaframleiðandinn Airbus er nú að setja nýja deild á laggirnar sem á að sjá um þróun fljúgandi samgöngutækja í stórborgum framtíðarinnar. Þróa á sjálfstýrð samgöngutæki sem eiga að létta á gatnakerfinu í stórborgum.

Í nýrri deild, Urban Air Mobility, verða mörg ný þróunarverkefni tekin til skoðunar og áframhaldandi vinnslu og búið er að ráða stjórnendur deildarinnar. Yfirmaður hennar verður Eduardo Dominguez Puerta sem var áður yfirmaður þróunardeildar Airbus í Silicon Valley í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Airbus.

Meðal þess sem er á þróunar- og smíðaborðinu hjá deildinni er sjálfstýrð leiguflugvél, CityAirbus, og rafknúin og sjálfstýrð flugvél sem nefnist Vahana.

Reiknað er með að CityAirbus verði tilbúin til reynsluflugs í desember á þessu ári. Vélin er sögð vera rafknúin og sjálfstýrð, „leigubíll í loftinu“, sem lendir og tekur lóðrétt á loft. Það er rými fyrir fjóra farþega en hugmyndin er að vélin geti flutt fólk hratt á milli staða í stórborgum þar sem gatnakerfið er sprungið.

Tengd mynd

Tengd mynd

Fleira áhugavert: