Hótel Guldsmeden Laugarvegi – 52 herbergi

Heimild: 

 

Maí 2018

Linda Jónsdóttir, eigandi Guldsmeden-hótel, og Ellert Finnbogason.

Linda Jóns­dótt­ir, eig­andi Gulds­meden-hót­el, og Ell­ert Finn­boga­son. mbl.is/​Arnþór

Áformað er að opna 52 her­bergja hót­el á Lauga­vegi 55 síðla næsta sum­ar. Þar verða þrjú versl­un­ar­rými á jarðhæð og veit­inga­hús í kjall­ara. Hjón­in Linda Jó­hanns­dótt­ir og Ell­ert Finn­boga­son munu reka hót­elið sem verður und­ir merkj­um dönsku keðjunn­ar Gulds­meden.

Með því fjölg­ar Gulds­meden-hót­el­um á Íslandi en hjón­in hófu rekst­ur hót­els­ins Eyja Gulds­meden í Braut­ar­holti í Reykja­vík árið 2016. Þar eru 65 her­bergi.

Þjón­ust­an per­sónu­leg

„Við erum lít­il og ein­beit­um okk­ur að því að veita per­sónu­lega þjón­ustu. Þegar sam­keppn­in eykst skipt­ir máli að standa sig vel í gæðum, þjón­ustu og upp­lif­un gesta,“ seg­ir Linda sem hef­ur áhyggj­ur af samþjöpp­un á hót­el­markaðnum á Íslandi.

„Stóru keðjurn­ar hafa verið að kaupa upp minni hót­el. Ég hef áhyggj­ur af því að það dragi úr fjöl­breyti­leika á markaðnum. Við verðum alltaf val­kost­ur fyr­ir fólk sem kýs minni „bout­ique“-hót­el og því telj­um við markað fyr­ir annað Gulds­meden-hót­el í Reykja­vík. Við feng­um mjög góða staðsetn­ingu við Lauga­veg. Sam­legðaráhrif­in verða tölu­verð fyr­ir okk­ur. Við hjón­in störf­um í þessu af lífi og sál. Þetta er okk­ar áhuga­mál.“

Nýja hót­elið verður í fimm hæða bygg­ingu sem verður vest­an við Kjörg­arð. Teikn­ing/​THG arki­tekt­ar

Fleira áhugavert: