Lofsvert lagnaverk 2017 – Marel
Apríl 2018
Marel hlýtur viðurkenninguna LOFSVERT LAGNAVERK 2017 en verðlaunin eru veitt af Lagnafélagi Íslands.
Þórður Ó. Búason formaður viðurkenningarnefndar sagði að því tilefni að verkefnið snéri að mestu að tveimur loftræstikerfum af átta. Endurbætur og hin góða samvinna allra aðila að verkinu, allt frá hönnun til frágangs á kerfunum hafi vakið sérstaka athygli.
Fyrirtækin sem komu að verkinu voru einnig heiðruð en þau voru m.a. Apparat, Raflagnir, Snittvélin, Blikksamlagið og Efla.
Höfuðstöðvar Marel
Um er að ræða verksmiðjuhús með tveggja hæða þjónusturýmum á pöllum. Verksmiðjuhúsið er nýtt fyrir tækjaframleiðslu Marel en þjónustuhlutinn hýsir tæknirými, skrifstofur verkstjóra, kaffistofur, rafeindaverkstæði, sprautuverkstæði og aðra tengda starfsemi.
Grunnflötur verksmiðjuhússins er 12.400 m2.
Um hvað snýst verkefnið
Undir húsinu er lagnakjallari sem hýsir straumskinnukerfi verksmiðjunnar ásamt öðrum lögnum. Skrifstofuhúsið er þriggja hæða auk kjallara, alls um 4000 m2. Heildarstærð hússins með millipöllum og lagnakjallara er um 18.000 m2.
Verkeftirlit var hluti verkefnisins og stóð það út verktímann. Meðan verkið stóð yfir var hannað og sett upp hússtjórnarkerfi þar sem hægt er að fylgjast með og stýra loftræsi og lagnakerfum hússins.
Framkvæmdir hófust árið 2001 og lauk 2003. Á árinu 2005 var verksmiðjuhúsið stækkað.
Seinni ár hefur EFLA hannað allar breytingar og viðbætur við húsið er varðar lagnir- og loftræsingu, rafkerfi,hússtjórnarkerfi, hljóð og bruna.